Ísak: Búnir að pissa á staurana okkar Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. apríl 2014 22:22 Ísak á ferðinni í kvöld. vísir/daníel „Svona eiga allir leikir að vera, spennandi alveg fram í lokin og báðar stúkurnar á fullu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að æfa allan veturinn, til að spila þessa leiki og það er gaman þegar þetta endar okkar megin,“ sagði FH-ingurinn Ísak Rafnsson eftir sigur FH á Haukum í Krikanum í kvöld. „Við áttum ekki að fá að vinna þennan leik, mér fannst dómgæslan á móti okkur ef ég á að segja eins og er. Við vorum sex sinnum útaf í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni hálfleik en við létum það aldrei á okkur fá. „Þetta var ekki alltaf vitlaust en þær voru margar ódýrar,“ sagði Ísak um brottrekstrana. „Við héldum alltaf áfram og svo ég vitni í Elvar Erlingsson (aðstoðarþjálfara FH) þá erum við svo sannarlega búnir að pissa á staurana okkar núna.“ FH er 2-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að slá deildarmeistarana út. „Það er þægilegt að hafa þetta í okkar höndum en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Haukar eru ennþá inni í þessu, þeir þurfa bara einn sigur og þá er þetta aftur orðið einvígi. „Við þurfum að mæta fullir sjálfstraust á Ásvelli á sunnudaginn og ekki gefa tommu eftir. Það verður erfiður leikur en við förum klárlega í hann til að vinna. „Eins og ég hef sagt í allan vetur að þegar við erum að gera þetta saman og allir á fullu í 60 mínútur þá erum við ógeðslega góðir,“ sagði Ísak sem fékk erfiðari leik í kvöld eins og hann átti von á en hann fór mikinn í að opna fyrir samherja sína í leiknum. „Haukarnir voru ekki góðir í fyrsta leiknum og ég átti von á þeim miklu sterkari sem gerðist. Þetta var miklu erfiðari leikur og þeir tóku miklu fastar á okkur og við svöruðum því hinum megin. Það skilaði okkur þessum sigri. „Þeir stigu langt út í mig, ég er stór og hátt uppi í loftinu og sé ágætlega. Ég reyndi að velja þann sem var í besta færinu og það var yfirleitt ekki ég. Mér finnst gaman að skjóta en það er líka gaman að búa til mörk,“ sagði Ísak. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 22-19 | FH komið með 2-0 forystu FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. 24. apríl 2014 13:13 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
„Svona eiga allir leikir að vera, spennandi alveg fram í lokin og báðar stúkurnar á fullu. Þetta er ástæðan fyrir því að við erum að æfa allan veturinn, til að spila þessa leiki og það er gaman þegar þetta endar okkar megin,“ sagði FH-ingurinn Ísak Rafnsson eftir sigur FH á Haukum í Krikanum í kvöld. „Við áttum ekki að fá að vinna þennan leik, mér fannst dómgæslan á móti okkur ef ég á að segja eins og er. Við vorum sex sinnum útaf í fyrri hálfleik og nokkrum sinnum í seinni hálfleik en við létum það aldrei á okkur fá. „Þetta var ekki alltaf vitlaust en þær voru margar ódýrar,“ sagði Ísak um brottrekstrana. „Við héldum alltaf áfram og svo ég vitni í Elvar Erlingsson (aðstoðarþjálfara FH) þá erum við svo sannarlega búnir að pissa á staurana okkar núna.“ FH er 2-0 yfir í einvíginu og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að slá deildarmeistarana út. „Það er þægilegt að hafa þetta í okkar höndum en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Haukar eru ennþá inni í þessu, þeir þurfa bara einn sigur og þá er þetta aftur orðið einvígi. „Við þurfum að mæta fullir sjálfstraust á Ásvelli á sunnudaginn og ekki gefa tommu eftir. Það verður erfiður leikur en við förum klárlega í hann til að vinna. „Eins og ég hef sagt í allan vetur að þegar við erum að gera þetta saman og allir á fullu í 60 mínútur þá erum við ógeðslega góðir,“ sagði Ísak sem fékk erfiðari leik í kvöld eins og hann átti von á en hann fór mikinn í að opna fyrir samherja sína í leiknum. „Haukarnir voru ekki góðir í fyrsta leiknum og ég átti von á þeim miklu sterkari sem gerðist. Þetta var miklu erfiðari leikur og þeir tóku miklu fastar á okkur og við svöruðum því hinum megin. Það skilaði okkur þessum sigri. „Þeir stigu langt út í mig, ég er stór og hátt uppi í loftinu og sé ágætlega. Ég reyndi að velja þann sem var í besta færinu og það var yfirleitt ekki ég. Mér finnst gaman að skjóta en það er líka gaman að búa til mörk,“ sagði Ísak.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 22-19 | FH komið með 2-0 forystu FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. 24. apríl 2014 13:13 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Haukar 22-19 | FH komið með 2-0 forystu FH lagði Hauka 22-19 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar karla í kvöld í hörku leik. FH er þar með komið í 2-0 í viðureign liðanna og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitum. 24. apríl 2014 13:13
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita