Opið Hús og Veiðikvöld hjá SVFR Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2014 14:01 Flottur lax úr Langá Félagsstarfið hjá SVFR er á fullu þessa dagana og víst að félagsmenn SVFR eru farnir að hlakka til hlýnandi veðurs og alvöru vorkomu. Opnu hús félagsins hafa verið haldin í vetur og aðsóknin á kvöldin verið góð. Næsta opna hús verður haldið í kvöld við Rafstöðvarveg 14 eins og undanfarið í vetur og opnar húsið klukkan 20:00 en dagskrá hefst 20:30. Dagskráin er fjölbreytt að venju og má þar nefna að Viðar Jónasson verður með kynningu á Leirvogsá og fer yfir veiðistaði í þessari skemmtilegu á en hann þekkir hana betur en margur annar. Eins verður farið yfir veiðar í Soginu, myndagetraun verður á sínum stað og að venju er Happahylur í lokin. Á mánudaginn verður svo Veiðikvöld í dalnum en þá er ársvæði Langár tekið fyrir og farið vel yfir bestu veiðistaði hennar bæði hvað varðar flugu og maðkveiði. Það eru allir velkomnir á kvöldin, félagsmenn sem og áhugafólk um stangveiði. Stangveiði Mest lesið Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Félagsstarfið hjá SVFR er á fullu þessa dagana og víst að félagsmenn SVFR eru farnir að hlakka til hlýnandi veðurs og alvöru vorkomu. Opnu hús félagsins hafa verið haldin í vetur og aðsóknin á kvöldin verið góð. Næsta opna hús verður haldið í kvöld við Rafstöðvarveg 14 eins og undanfarið í vetur og opnar húsið klukkan 20:00 en dagskrá hefst 20:30. Dagskráin er fjölbreytt að venju og má þar nefna að Viðar Jónasson verður með kynningu á Leirvogsá og fer yfir veiðistaði í þessari skemmtilegu á en hann þekkir hana betur en margur annar. Eins verður farið yfir veiðar í Soginu, myndagetraun verður á sínum stað og að venju er Happahylur í lokin. Á mánudaginn verður svo Veiðikvöld í dalnum en þá er ársvæði Langár tekið fyrir og farið vel yfir bestu veiðistaði hennar bæði hvað varðar flugu og maðkveiði. Það eru allir velkomnir á kvöldin, félagsmenn sem og áhugafólk um stangveiði.
Stangveiði Mest lesið Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði