Þrjátíu þúsund kallinn fær nýtt heimili: „Alltaf haft nóg á milli handanna“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2014 16:24 Jóni Þór var vel tekið í húsakynnum Mæðrastyrksnefndar í dag. Vísir/Daníel „Það kom gagnrýni á Facebook um það að þingmenn hafi greinilega nóg á milli handanna fyrst þeir eru að rífa peningaseðla. Það er reyndar alveg rétt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður pírata. Jón Þór vakti athygli á þingfundi í dag þegar hann reif þrjá tíu þúsund krónu seðla. Vildi hann með því gagnrýna hvernig staðið væri að umræðum á þinginu vegna skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðina. Kostnaður við skýrsluna væri um 600 milljónir króna og væri þeim kostnaði skipt yfir fimm klukkustundir sem væru áætlaðar til umræðu um skýrsluna á þinginu í dag svaraði kostnaðurinn til um 30 þúsund króna á sekúndu.Mynd/Jón ÞórGerði Jón Þór tilraun til þess að rífa seðlana þrjá á sekúndu eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag. Mat Jón sem svo að það hefði honum ekki tekist. Uppákoman hefur vakið töluverða athygli, sumir lofað hana en aðrir gagnrýnt. Veltu sumir fyrir sér hvort löglegt væri að rífa peningaseðla. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti við Vísi að það bryti engin lög. Engu að síður hvatti Stefán Jóhann alla til að fara vel með peningana sína. Jón Þór hefur ákveðið að láta peningana renna til Mæðrastyrksnefndar. Hann gerði sér ferð í bankann þar sem hann gat skipt rifnu seðlunum út fyrir heila. „Við þingmenn höfum nóg á milli handanna. Mér fannst bara ágætt að láta þessa seðla fara til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda,“ segir hann og minnir á laun þingmanna. „Við fáum 630 þúsund krónur á mánuði plús 85 þúsund krónur ofan á það í starfskostnað sem rennur inn í launin ef við notum hann ekki. Þannig að við þingmenn höfum nóg,“ segir Jón. „Ég hef nóg og hef alltaf haft nóg. Ég hef aldrei þurft mikla peninga og þess vegna hef ég haft nóg.“„Kærar þakkir. Þetta kemur sér vel því framundan eru páskar og þörfin er fyrir hendi,“ segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd.Vísir/DaníelJón Þór segist afar ósáttur með þann skamma tíma sem ætlaður var í umræðu um skýrsluna í dag. Þingið eigi að hafa eftirlit með stjórnvöldum sem sé erfitt þegar þingforseti setji skýrsluna fyrst undir stól og svo eigi að ræða skýrsluna innan við sólarhring eftir birtingu hennar. „Það væri ágætt að við myndum þrýsta á þennan þingforseta að laga þessi vinnubrögð á þingi svo við förum að vinna fyrir laununum okkar,“ segir Jón Þór. Þingmenn minnihlutans hafi vegna þessa lagt fram lagafrumvörp sem eigi að leysa þessi vandamál.Jón Þór fékk stutta kynningu á starfsemi Mæðrastyrksnefndar.Vísir/Daníel„Þar segir að ekki skuli taka lokaskýrslu rannsóknarnefndar til umræðu í þinginu fyrr en í fyrsta lagi þremur nóttum eftir birtingu hennar. Sem þýðir að fyrstu tvo dagana geti verið umræða í samfélaginu og einstaka þingmenn kannski tjáð sig en helst skýrsluhöfundar, sérfræðingar í innihaldi skýrslunnar. Svo á þriðja degi myndu stjórnmálamenn koma með sína pólitík að þessu.“ En hvað veldur því að þingið taki skýrsluna til umfjöllunar á þennan hátt? Fjalli um málið svo fljótt eftir útgáfuna að erfitt er að mynda sér skoðun á því? „Þetta er rannsóknarskýrsla um afglöp yfirvalda sem þýðir auðvitað margir þingmenn sem eru enn á þingi og þeirra flokksstarfsmenn og tengda aðila. Þannig að þetta er að sjálfsögðu óþægilegt fyrir marga vel tengda aðila í þessu samfélagi.“ Tengdar fréttir Kostnaður við gerð skýrslunnar 607 milljónir króna Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað. 10. apríl 2014 16:10 Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01 Reif þrjá tíu þúsund króna seðla í ræðustól Alþingis "Sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndu. Einn seðil eftir hvern annan. Eigum við að prófa?“ sagði Jón Þór. Myndband fylgir fréttinni. 11. apríl 2014 13:11 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
„Það kom gagnrýni á Facebook um það að þingmenn hafi greinilega nóg á milli handanna fyrst þeir eru að rífa peningaseðla. Það er reyndar alveg rétt,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður pírata. Jón Þór vakti athygli á þingfundi í dag þegar hann reif þrjá tíu þúsund krónu seðla. Vildi hann með því gagnrýna hvernig staðið væri að umræðum á þinginu vegna skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðina. Kostnaður við skýrsluna væri um 600 milljónir króna og væri þeim kostnaði skipt yfir fimm klukkustundir sem væru áætlaðar til umræðu um skýrsluna á þinginu í dag svaraði kostnaðurinn til um 30 þúsund króna á sekúndu.Mynd/Jón ÞórGerði Jón Þór tilraun til þess að rífa seðlana þrjá á sekúndu eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag. Mat Jón sem svo að það hefði honum ekki tekist. Uppákoman hefur vakið töluverða athygli, sumir lofað hana en aðrir gagnrýnt. Veltu sumir fyrir sér hvort löglegt væri að rífa peningaseðla. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti við Vísi að það bryti engin lög. Engu að síður hvatti Stefán Jóhann alla til að fara vel með peningana sína. Jón Þór hefur ákveðið að láta peningana renna til Mæðrastyrksnefndar. Hann gerði sér ferð í bankann þar sem hann gat skipt rifnu seðlunum út fyrir heila. „Við þingmenn höfum nóg á milli handanna. Mér fannst bara ágætt að láta þessa seðla fara til þeirra sem þurfa mest á þeim að halda,“ segir hann og minnir á laun þingmanna. „Við fáum 630 þúsund krónur á mánuði plús 85 þúsund krónur ofan á það í starfskostnað sem rennur inn í launin ef við notum hann ekki. Þannig að við þingmenn höfum nóg,“ segir Jón. „Ég hef nóg og hef alltaf haft nóg. Ég hef aldrei þurft mikla peninga og þess vegna hef ég haft nóg.“„Kærar þakkir. Þetta kemur sér vel því framundan eru páskar og þörfin er fyrir hendi,“ segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd.Vísir/DaníelJón Þór segist afar ósáttur með þann skamma tíma sem ætlaður var í umræðu um skýrsluna í dag. Þingið eigi að hafa eftirlit með stjórnvöldum sem sé erfitt þegar þingforseti setji skýrsluna fyrst undir stól og svo eigi að ræða skýrsluna innan við sólarhring eftir birtingu hennar. „Það væri ágætt að við myndum þrýsta á þennan þingforseta að laga þessi vinnubrögð á þingi svo við förum að vinna fyrir laununum okkar,“ segir Jón Þór. Þingmenn minnihlutans hafi vegna þessa lagt fram lagafrumvörp sem eigi að leysa þessi vandamál.Jón Þór fékk stutta kynningu á starfsemi Mæðrastyrksnefndar.Vísir/Daníel„Þar segir að ekki skuli taka lokaskýrslu rannsóknarnefndar til umræðu í þinginu fyrr en í fyrsta lagi þremur nóttum eftir birtingu hennar. Sem þýðir að fyrstu tvo dagana geti verið umræða í samfélaginu og einstaka þingmenn kannski tjáð sig en helst skýrsluhöfundar, sérfræðingar í innihaldi skýrslunnar. Svo á þriðja degi myndu stjórnmálamenn koma með sína pólitík að þessu.“ En hvað veldur því að þingið taki skýrsluna til umfjöllunar á þennan hátt? Fjalli um málið svo fljótt eftir útgáfuna að erfitt er að mynda sér skoðun á því? „Þetta er rannsóknarskýrsla um afglöp yfirvalda sem þýðir auðvitað margir þingmenn sem eru enn á þingi og þeirra flokksstarfsmenn og tengda aðila. Þannig að þetta er að sjálfsögðu óþægilegt fyrir marga vel tengda aðila í þessu samfélagi.“
Tengdar fréttir Kostnaður við gerð skýrslunnar 607 milljónir króna Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað. 10. apríl 2014 16:10 Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01 Reif þrjá tíu þúsund króna seðla í ræðustól Alþingis "Sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndu. Einn seðil eftir hvern annan. Eigum við að prófa?“ sagði Jón Þór. Myndband fylgir fréttinni. 11. apríl 2014 13:11 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Kostnaður við gerð skýrslunnar 607 milljónir króna Þar af 355 milljónir króna í launakostnað og 178 milljónir króna í sérfræðikostnað. 10. apríl 2014 16:10
Skýrslan um fall sparisjóðanna í heild sinni Farið verður yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar, þar á meðal starfs- og lagaumhverfi sparisjóðanna, fjárfestingar, útlán, stofnfjáraugningar, arðgreiðslur og fjárhagslega endurskipulagningu þeirra. 10. apríl 2014 14:01
Reif þrjá tíu þúsund króna seðla í ræðustól Alþingis "Sjáum hvernig mér tekst að rífa 30 þúsund krónur á einni sekúndu. Einn seðil eftir hvern annan. Eigum við að prófa?“ sagði Jón Þór. Myndband fylgir fréttinni. 11. apríl 2014 13:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels