AC/DC ekki hættir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2014 14:30 AC/DC á tónleikum árið 2009. vísir/afp Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ástralska blúsrokksveitin AC/DC er ekki á þeim stuttbuxunum að hætta þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis, sem náði hámarki í gær. Fullyrt var að rytmagítarleikarinn Malcolm Young væri ófær um að halda áfram sökum heilablóðfalls og sveitin hefði því ákveðið að leggja upp laupana. Þessu vísar Brian Johnson, söngvari sveitarinnar, alfarið á bug í samtali við fréttastofu Telegraph. „Við ætlum að hittast í Vancouver í maí og grípa í gítarana og sjá hvort einhver lumi á lögum eða hugmyndum. Ef eitthvað gerist þá hljóðritum við það.“ Johnson staðfestir þó að einn meðlimanna hafi átt við veikindi að stríða en neitar því að hljómsveitin ætli að hætta af þeim sökum. „Ég þori ekki að spá fyrir um framtíðina og ég útiloka ekki neitt. Einn drengjanna glímir við veikindi en ég vil ekki fara nánar út í það. Hann er stoltur og vill fá að vera í friði, yndislegur náungi. Við höfum verið félagar í 35 ár og ég lít mikið upp til hans.“ Greint hefur verið frá því að hljómsveitin skipuleggi nú tónleikaferðalag í tilefni af fjörutíu ára starfsafmæli hennar en Johnson segir óvissu ríkja um þær fyrirætlanir. „Það væri dásamleg leið til að kveðja og við myndum gjarnan vilja gera það, en þetta er allt í lausu lofti núna.“ AC/DC hefur selt meira en 200 milljón plötur á ferli sínum og breiðskífan Back in Black, sem kom út árið 1980, er sú fimmta mest selda í tónlistarsögunni. Hvert er þitt uppáhaldslag með AC/DC?Uppfært: Sveitin greindi frá því á Facebook-síðu sinni í dag að Malcolm Young hefði sagt skilið við sveitina, að minnsta kosti tímabundið. Hljómsveitin myndi þrátt fyrir það halda áfram störfum. Post by AC/DC.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira