Barcelona í fyrsta sinn í hættu með að missa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2014 13:45 Lionel Messi. Vísir Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims. Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40
Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21
Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01
Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29