Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:06 Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira