Russell Crowe brotnaði saman á Íslandi: „Ég gat ekki hætt að gráta“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. mars 2014 11:46 Crowe í hlutverki sínu í Noah. Ástralski leikarinn Russell Crowe lýsir því hvernig hann brotnaði saman og grét á tökustað kvikmyndarinnar Noah sem tekin var hér á landi að hluta. Í samtali við Daily Mail segir hann að atriði þar sem hann dettur í sjóinn hafi gert útslagið. „Ég ofkældist. Þegar tökum á atriðinu lauk lá ég á steinum og gat ekki staðið upp,“ segir leikarinn um atvikið. „Ég gat ekki hætt að skjálfa og ég gat ekki hætt að gráta.“ Hann segir sjö eða átta manns hafa breitt yfir sig teppi og sest síðan ofan á sig þar til hann jafnaði sig. „Þau föðmuðu mig til þess að reyna að fá mig til að hætta að skjálfa.“ Crowe segir það ekki bara hafa verið líkamlegt álag sem olli því að hann grét. Hann hafði nýlega fengið fregnir af því að eiginkona hans til ellefu ára vildi skilnað. „Hún sagði mér að hún vildi ekki vera gift mér lengur og að við þyrftum að setjast niður með börnunum okkar og segja þeim það.“ Hann jafnaði sig þó á endanum og ýtti fólkinu ofan af sér. Þegar hann var spurður hvort hann vildi eitthvað bað hann um vínglas. Haldin var sérstök viðhafnarsýning á Noah í Sambíóunum þann 18. mars en hún fer í almennar sýningar hér á landi og í Bandaríkjunum um næstu helgi. Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Ástralski leikarinn Russell Crowe lýsir því hvernig hann brotnaði saman og grét á tökustað kvikmyndarinnar Noah sem tekin var hér á landi að hluta. Í samtali við Daily Mail segir hann að atriði þar sem hann dettur í sjóinn hafi gert útslagið. „Ég ofkældist. Þegar tökum á atriðinu lauk lá ég á steinum og gat ekki staðið upp,“ segir leikarinn um atvikið. „Ég gat ekki hætt að skjálfa og ég gat ekki hætt að gráta.“ Hann segir sjö eða átta manns hafa breitt yfir sig teppi og sest síðan ofan á sig þar til hann jafnaði sig. „Þau föðmuðu mig til þess að reyna að fá mig til að hætta að skjálfa.“ Crowe segir það ekki bara hafa verið líkamlegt álag sem olli því að hann grét. Hann hafði nýlega fengið fregnir af því að eiginkona hans til ellefu ára vildi skilnað. „Hún sagði mér að hún vildi ekki vera gift mér lengur og að við þyrftum að setjast niður með börnunum okkar og segja þeim það.“ Hann jafnaði sig þó á endanum og ýtti fólkinu ofan af sér. Þegar hann var spurður hvort hann vildi eitthvað bað hann um vínglas. Haldin var sérstök viðhafnarsýning á Noah í Sambíóunum þann 18. mars en hún fer í almennar sýningar hér á landi og í Bandaríkjunum um næstu helgi.
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira