Kristján Helgi með gull í Malmö, Telma Rut með silfur 23. mars 2014 15:04 Kristján Helgi og Telma Rut vísir/karatesamband Íslands Kristján Helgi Carrasco vann til gullverðlauna á opna sænska karatemótinu, sem fór fram í gær laugardaginn 22. mars í Malmö í Svíþjóð. Telma Rut Frímannsdóttir vann silfur auk þess ungu íslensk ungmenni fjölda verðlauna á mótinu. Kristján Helgi vann fyrstu tvær viðureignir sínar nokkuð sannfærandi og átti að mæta Hollendingnum Nick Gerrese í úrslitum í -67kg flokki. Nick hafði meiðst illa í undanúrslitum og gaf því úrslitabardagann við Kristján Helga sem stóð þá eftir sem sigurvegari. Telma Rut Frímannsdóttir átti einnig góðan dag í Malmö í gær. Hún keppti í -61kg flokki í kumite, þar sem hún sigraði fyrstu tvo andstæðinga og mætti Gittu Brundstad frá Noregi í úrslitum. Eftir jafna og skemmtilega viðureign þá stóð sú norska uppi sem sigurvegarinn í flokkinum. Þessi niðurstaða gefur góða fyrirheit fyrir næstu tvö erlendu verkefni sem Kristján Helgi og Telma Rut taka þátt í. Norðurlandameistaramótið í karate sem verður í Riga Lettlandi 12. apríl og Evrópumeistaramótið sem fer fram í Tampere Finnlandi 1-5. maí næstkomandi. Fleiri landsliðsmenn í karate kepptu í Malmö í gær. Ólafur Engilbert Árnason keppti í flokki unglinga -68 kg og stóð sig vel. Eftir að hafa unnið 2 viðureignir þá tapaði hann naumlega í undanúrslitum og aftur í viðureigninni um 3ja sætið, þegar mótherji hans náði stigi 2 sekúndum fyrir lok bardagans sem hafði fram að þeim tímapunkti verið jafn. Eldri katakeppendur okkar, Heiðar Benediktsson, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir áttu ekki eins góðan dag og kumitekeppendurnir, flest duttu þau út eftir 2.umferð. Í yngri unglingaflokki keppti Laufey Lind Sigþórsdóttir sem vann fyrstu 2 viðureignirnar í flokki cadet (14-15 ára) en tapaði svo fyrir sigurvegaranum í 3ju umferði. Í flokki cadetta var ekki notað uppreisnarkerfi svo Laufey fékk ekki möguleika á viðureign um 3ja sætið. Í sama flokki keppti Arna Katrín Kristinsdóttir sem vann sína fyrstu viðureign en datt svo út í 2. umferð. Fyrr um morguninn var keppt í barnaflokkum þar sem unnust 2 silfur og 4 brons, þar sem Viktor Steinn Sighvatsson vann silfur í flokki 12 ára drengja og Kristrún Bára Guðjónsdóttir brons í kata 10 ára stúlkna. Heildarverðlaun: Gull, Kristján Helgi Carrasco, kumite -67kg Silfur, Telma Rut Frímannsdóttir, kumite -61kg Silfur, Viktor Steinn Sighvatsson, kata 12 ára drengja Silfur, Viktor, Óttar, Guðjón, hópkata mix 12-13 ára Brons, Kristrún Bára Guðjónsdóttir, kata 10 ára stúlkna Brons, Þorsteinn, Snorri, Hilmar, hópkata mix 12-13 ára Brons, Móey, Freyja, Guðbjörg, hópkata mix 12-13 ára Brons, Daníel, Tómas, Eiríkur, hópkata mix 10-11 ára Íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira
Kristján Helgi Carrasco vann til gullverðlauna á opna sænska karatemótinu, sem fór fram í gær laugardaginn 22. mars í Malmö í Svíþjóð. Telma Rut Frímannsdóttir vann silfur auk þess ungu íslensk ungmenni fjölda verðlauna á mótinu. Kristján Helgi vann fyrstu tvær viðureignir sínar nokkuð sannfærandi og átti að mæta Hollendingnum Nick Gerrese í úrslitum í -67kg flokki. Nick hafði meiðst illa í undanúrslitum og gaf því úrslitabardagann við Kristján Helga sem stóð þá eftir sem sigurvegari. Telma Rut Frímannsdóttir átti einnig góðan dag í Malmö í gær. Hún keppti í -61kg flokki í kumite, þar sem hún sigraði fyrstu tvo andstæðinga og mætti Gittu Brundstad frá Noregi í úrslitum. Eftir jafna og skemmtilega viðureign þá stóð sú norska uppi sem sigurvegarinn í flokkinum. Þessi niðurstaða gefur góða fyrirheit fyrir næstu tvö erlendu verkefni sem Kristján Helgi og Telma Rut taka þátt í. Norðurlandameistaramótið í karate sem verður í Riga Lettlandi 12. apríl og Evrópumeistaramótið sem fer fram í Tampere Finnlandi 1-5. maí næstkomandi. Fleiri landsliðsmenn í karate kepptu í Malmö í gær. Ólafur Engilbert Árnason keppti í flokki unglinga -68 kg og stóð sig vel. Eftir að hafa unnið 2 viðureignir þá tapaði hann naumlega í undanúrslitum og aftur í viðureigninni um 3ja sætið, þegar mótherji hans náði stigi 2 sekúndum fyrir lok bardagans sem hafði fram að þeim tímapunkti verið jafn. Eldri katakeppendur okkar, Heiðar Benediktsson, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir áttu ekki eins góðan dag og kumitekeppendurnir, flest duttu þau út eftir 2.umferð. Í yngri unglingaflokki keppti Laufey Lind Sigþórsdóttir sem vann fyrstu 2 viðureignirnar í flokki cadet (14-15 ára) en tapaði svo fyrir sigurvegaranum í 3ju umferði. Í flokki cadetta var ekki notað uppreisnarkerfi svo Laufey fékk ekki möguleika á viðureign um 3ja sætið. Í sama flokki keppti Arna Katrín Kristinsdóttir sem vann sína fyrstu viðureign en datt svo út í 2. umferð. Fyrr um morguninn var keppt í barnaflokkum þar sem unnust 2 silfur og 4 brons, þar sem Viktor Steinn Sighvatsson vann silfur í flokki 12 ára drengja og Kristrún Bára Guðjónsdóttir brons í kata 10 ára stúlkna. Heildarverðlaun: Gull, Kristján Helgi Carrasco, kumite -67kg Silfur, Telma Rut Frímannsdóttir, kumite -61kg Silfur, Viktor Steinn Sighvatsson, kata 12 ára drengja Silfur, Viktor, Óttar, Guðjón, hópkata mix 12-13 ára Brons, Kristrún Bára Guðjónsdóttir, kata 10 ára stúlkna Brons, Þorsteinn, Snorri, Hilmar, hópkata mix 12-13 ára Brons, Móey, Freyja, Guðbjörg, hópkata mix 12-13 ára Brons, Daníel, Tómas, Eiríkur, hópkata mix 10-11 ára
Íþróttir Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Sjá meira