Þingsályktunartillagan hefði mátt bíða Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2014 12:00 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“ ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að tímasetning þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB hafi verið óheppileg. Gunnar Bragi var gestur útvarpsþáttarins Bítið í morgun þar sem hann greindi ítarlega frá heimsókn sinni til Úkraínu, og talaði meðal annars um víðtæka spillingu sem þar grasserar. Finna má viðtalið á Vísi. Hann var einnig spurður út í afar umdeilda þingsályktunartillögu hans um slit á viðræðum við ESB; nú þegar hafa rúmlega 53 þúsund manns ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem farið er fram á að kosið verði um áframhald viðræða og skoðanakannanir sýna fram á milli 70 - 80 prósenta stuðning við það. Gunnar Bragi var spurður út í tímasetninguna og hvort pressað hafi verið á hann? „Ég get alveg tekið undir það að það voru kannski mistök að leggja þetta fram á þessum tímapunkti. Og fyrir mér, og þeir sem þekkja mig, þegar mér finnst málin verða orðin skýr finnst mér ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Gunnar Bragi. „Eflaust hefði mátt bíða aðeins með þetta, ég ætla ekkert að neita því. Málið er komið í þennan farveg núna, Evrópumálin eru á dagskrá hjá okkur. Á miðvikudaginn kemur ráðherra Noregs sem sér um Evrópumál og Evrópuviðskipti. Við ætlum að funda um EES samninginn, hvernig við getum starfað saman, styrkt okkur þar. Noregur horfir svipað til EES samningsins og Evrópu eins og við.“ Þá var Gunnar Bragi spurður hvort til greina komi að svæfa málið? „Ég velti því fyrir mér hverju þjónar það. Mér heyrist viljinn, ef við hugsum um mótmælin, þá er það vilji um að fá að kjósa, ekki vilji um að fá að svæfa.“ Gunnar Bragi var spurður út í þau kosningaloforð stjórnarflokkanna sem margir telji að hafi verið svikin. Hvort ekki væri eðlileg krafa að ætlast til þess að stjórnmálamenn stæðu við orð sín. „Það er náttúruleg eðlilegt að fólk krefjist þess. Ég minni þó enn og aftur á að þegar tveir flokkar setjast niður og semja sín á milli, með aðeins ólíka nálgun á hlutina, þá þurfa menn að mætast. Við settum í okkar stjórnarsáttmála að ef þessi ríkisstjórn ákveður að halda áfram viðræðum að þá verði kosið.“
ESB-málið Tengdar fréttir Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ísland 67 - ESB 14 Hlutur endurnýjanlegra orkugjafa í endanlegri orkunotkun aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) var að meðaltali 14,1 prósent árið 2012. Þetta kemur fram hjá Samorku sem vísar í nýbirtar tölur evrópsku hagstofunnar Eurostat. 25. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
Þingmannanefnd Íslands og ESB í Hörpu í dag Áttundi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) verður haldinn í Hörpu í dag klukkan 13.30. 25. mars 2014 10:46