Hafþór setti heimsmet á fyrsta degi og er efstur | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2014 13:37 Hafþór Júlíus Björnsson. Vísir/Getty Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson. Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er í flottum málum eftir fyrsta dag í keppninni um Sterkasti maður heims sem fer fram um helgina í Los Angeles borg í Bandaríkjunum. Hafþór er með þriggja stiga forystu eftir þrjár fyrstu keppnisgreinarnar þar af setti íslenski víkingurinn heimsmet í einni greininni. Hafþór sýndi í hversu frábæru formi hann er þegar hann setti heimsmet í bjórkútakasti þegar það tók Hafþór aðeins 16,35 sekúndur að henda átta þungum bjórkútum yfir rá. Hafþór hefur þriggja stiga forskot á Litháann Zydrunas Savickas sem hefur þrisvar unnið keppnina um sterkasta mann heims. Ríkjandi heimsmeistari, Brian Shaw, er síðan í 3. sæti, fimm stigum á eftir Hafþóri. Hafþór vann tvær greinar á fyrsta degi, hleðsluhlaup (loading race) og bjórkútakast (keg toss). Hann varð síðan annar í keppni með sirkuslóð (Circus medley). Í dag keppir okkar maður síðan í trukkadrætti (Vehicle pull), hnébeygju (Squat lift) og loks eru það Atlas steinararnir (Atlas stones). Hafþór hefur aldrei unnið keppnina um sterkasta mann heims en hann var í þriðja sæti í fyrra þegar Bandaríkjamaðurinn Brian Shaw bar sigur úr býtum.Staðan eftir fyrsta keppnisdag:1. Hafþór Júlíus Björnsson, Íslandi 35 stig 2. Zydrunas Savickas, Litháen 32 stig 3. Brian Shaw, Bandaríkjunum 30 stig 4. Michael Burke Jr, Bandaríkjunum 20 stig 5. Terry Hollands, Bretlandi 16 stig 6. Warrick Brant, Ástralíu 15 stig 7. Eddie Hall, Bretlandi 14 stig 8. Dave Ostlund, Bandaríkjunum 14 stig 9. Martin Wildauer, Ástralíu 13 stig 10. Laurence Shahlaei, Bretlandi 12 stig 11. Jean-François Caron, Kanada 11 stig 12. Jerry Pritchett, Bandaríkjunum 7 stig Björn Þór Reynisson birti mynd af heimsmeti Hafþórs á fésbókarsíðu sinni og það má sjá tengil á það hér fyrir neðan. Post by Björn Þór Reynisson.
Íþróttir Sterkasti maður í heimi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn Sjá meira