Ekkert lið í NBA reynir að tapa leikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. mars 2014 17:00 Á hverju ári í NBA-deildinni eru alltaf nokkur lið sem tapa hverjum leiknum á fætur öðrum á seinni hluta tímabilsins og skipta frá sér sterkum leikmönnum fyrir síðri leikmenn og valrétti í nýliðavalinu. Það eru þau lið sem sjá sæng sína uppreidda og vita að úrslitakeppnin er fjarlægur draumur. Markmiðið þá er að tapa nógu mörgum leikjum til að komast í nýliðavals-lóttóið og reyna fá framtíðarstjörnur deildarinnar úr háskólum Bandaríkjanna. Nóg er af framtíðarmönnum í nýliðavalinu í ár. Strákar á borð við AndrewWiggins og JabariParker eru taldir vera nógu góðir leikmenn til að hafa veruleg áhrif á framtíð þess félags sem þeir enda hjá. Philadelphia 76ers er dæmi um lið sem er á þessari vegferð en í febrúar sendi það frá sér leikmennina Spencer Hawes og Ewan Turner sem var valinn annar í nýliðavalinu 2010. Félagið hugsar til framtíðar og er nú búið að tapa 18 leikjum í röð. Þetta kallast „tanking“ í NBA-deildinni en AdamSilver, nýr framkvæmdastjóri hennar, vill ekki nota það orð. Hann segir liðin vera að endurbyggja sig. „Ég tel það ekki vera í gangi í NBA-deildinni að þjálfarar og leikmenn eða einhver hluti þess hóps sé að reyna tapa leikjum. Ef ég héldi að svo væri myndi ég grípa til aðgerða samstundis,“ sagði Silver við fréttamenn í gær. „Við erum með kerfi í gangi sem hvetur liðin til að endurbyggja sig. Liðin sækjast eftir gulrótinni sem í boði er í kerfinu. Ef kerfið er ekki rétt uppsett þurfum við að breyta því.“ „Á meðan leikmenn og þjálfarar eru að reyna vinna leiki hef ég ekkert á móti liðunum sem eru að reyna endurbyggja sig,“ sagði Adam Silver. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Á hverju ári í NBA-deildinni eru alltaf nokkur lið sem tapa hverjum leiknum á fætur öðrum á seinni hluta tímabilsins og skipta frá sér sterkum leikmönnum fyrir síðri leikmenn og valrétti í nýliðavalinu. Það eru þau lið sem sjá sæng sína uppreidda og vita að úrslitakeppnin er fjarlægur draumur. Markmiðið þá er að tapa nógu mörgum leikjum til að komast í nýliðavals-lóttóið og reyna fá framtíðarstjörnur deildarinnar úr háskólum Bandaríkjanna. Nóg er af framtíðarmönnum í nýliðavalinu í ár. Strákar á borð við AndrewWiggins og JabariParker eru taldir vera nógu góðir leikmenn til að hafa veruleg áhrif á framtíð þess félags sem þeir enda hjá. Philadelphia 76ers er dæmi um lið sem er á þessari vegferð en í febrúar sendi það frá sér leikmennina Spencer Hawes og Ewan Turner sem var valinn annar í nýliðavalinu 2010. Félagið hugsar til framtíðar og er nú búið að tapa 18 leikjum í röð. Þetta kallast „tanking“ í NBA-deildinni en AdamSilver, nýr framkvæmdastjóri hennar, vill ekki nota það orð. Hann segir liðin vera að endurbyggja sig. „Ég tel það ekki vera í gangi í NBA-deildinni að þjálfarar og leikmenn eða einhver hluti þess hóps sé að reyna tapa leikjum. Ef ég héldi að svo væri myndi ég grípa til aðgerða samstundis,“ sagði Silver við fréttamenn í gær. „Við erum með kerfi í gangi sem hvetur liðin til að endurbyggja sig. Liðin sækjast eftir gulrótinni sem í boði er í kerfinu. Ef kerfið er ekki rétt uppsett þurfum við að breyta því.“ „Á meðan leikmenn og þjálfarar eru að reyna vinna leiki hef ég ekkert á móti liðunum sem eru að reyna endurbyggja sig,“ sagði Adam Silver.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira