„Enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. mars 2014 11:08 Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar. ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði, á Alþingi í gær, það koma til álita að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort draga eigi aðildarumsókn Íslands til baka. „Það er enginn sérstakur ásetningur ríkisstjórnarinnar að halda málinu frá þjóðinni,“ var meðal þess sem Bjarni sagði. Hann sagði þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið mikið rædda af ríkisstjórnarflokkunum. „Menn spyrja að því, hvers vegna efnir þessi ríkisstjórn ekki til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið? Og sannarlega var talað um það fyrir kosningar og í tengslum við ríkisstjórnarmyndunina og eftir hana. Og það kemur til álita að gera það,“ sagði fjármálaráðherrann.Ekki sama hvernig spurningin er Bjarni sagði mikilvægt að gera greinarmun á því hvort spurt sé um hvort halda eigi viðræðum áfram eða slíta þeim. Bjarni telur að ekki sé hægt að gera kröfu á ríkisstjórnarflokkana til þess að halda aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram. Því eigi spurningin til þjóðarinnar frekar að snúast um hvort hún sé sammála ríkisstjórninni, um að slíta eigi viðræðum. „Það er allt annað mál, það er allt annars eðlis að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu af þeim toga,“ sagði Bjarni. Hann sagði munurinn felast í því að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður sé ekki í samræmi við vilja meirihluta þingmanna. Sú þjóðaratkvæðagreiðsla, væri að sögn Bjarna „að frumkvæði þjóðarinnar, þar sem þjóðin kallar eftir því að eitthvað mál sé sett á dagskrá, sem ekki er verið að ræða og enginn meirihluti er fyrir hér á þinginu.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla um að hvort draga eigi aðildarumsóknina í ESB til baka snýst um að „ákvarðanir þingsins ganga til þjóðarinnar.“ Bjarni segist alltaf hafa viljað að þjóðin kæmi að málinu, en það væri á grundvelli þess sem væri ákveðið á þingi.Að setja málið í frost „Ég tek eftir því að sumir þingflokkar hér á Alþingi tefla fram hugmyndum um það að setja aðildarviðræðurnar í frost. Ég lít þannig á að þeir sem að leggja til formlegt viðræðuhlé að þeir geri sér grein fyrir því að það er óraunhæft að ríkisstjórn sem hefur ekki áhuga á því að bera ábyrgð á inngöngu Íslands í Evrópusambandið og aðlögun íslenskra laga að regluverki Evrópusambandsins ljúki viðræðunum,“ sagði Bjarni í ræðustól og bætti við: „Ég lít þannig á að menn geri sér grein fyrir þessu, ég fagna því.“ Þá var kallað úr þingsal: „Það er raunsætt.“ Bjarni tók undir þau orð: „Það er raunsætt.“Fyrri umræðu lokið Þingmenn tókust á um þessa þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisáðherra, sem felur í sér viðræðuslit við Evrópusambandið, til hálf fjögur í nótt og lauk fyrri umræðu um hana. Hún fer nú til umræðu í utanríkismálanefnd, undir formennsku Birgis Ármannssonar í Sjálfstæðisflokki. Tillaga Pírata um að halda ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins og tillaga Vinstri grænna um að gera formlegt hlé á aðildarviðræðum voru einnig afgreiddar og sendar til utanríkismálanefndar.
ESB-málið Tengdar fréttir Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15 „Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44 Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17 Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27 Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. 11. mars 2014 13:15
„Skynsamlegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu“ Sigurður Líndal, prófessor, segir lítið benda til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram, en telur það þó skynsamlegri kostinn. 9. mars 2014 21:44
Viðræðuslit eða -hlé Ef marka má fréttaflutning af þingsályktunartillögu utanríkisráðherra, verður umsókn Íslands að ESB afturkölluð. Tillagan er sérstök. Þar er kveðið á um að ekki verði sótt aftur um aðild "án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla.“ 10. mars 2014 10:17
Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Sjálfstæðismenn ósáttir við að bera ábyrgð á aðildarviðræðunum. 10. mars 2014 13:27
Eina leiðin er að spyrja þjóðina Ríkisstjórnin hefur enn ekki komið með neinum hætti til móts við þá víðtæku og almennu kröfu að hún standi við kosningaloforðin og efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hún gerir ekkert með undirskriftir rúmlega fimmtungs kjósenda. Henni er sama um að yfir 80 prósent svarenda í könnunum segist vilja þjóðaratkvæði. 12. mars 2014 07:00