Ein eftir í afskekktum dal á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2014 07:00 Bettý í fjörukambinum við Önundarfjörð í viðtali um lífið á Ingjaldssandi fyrir þáttinn "Um land allt" á Stöð 2. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá. Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Mæðginin á Sæbóli á Ingjaldssandi, Elísabet Pétursdóttir sauðfjárbóndi og 15 ára sonur hennar, Þór, gætu verið þeir Íslendingar sem búa við erfiðustu samgöngur og mestu vetrareinangrun hérlendis um þessar mundir. Þangað er svo torfært á veturna að það gerist iðulega að sonurinn kemst ekki heim til sín úr skólanum vikum saman. Þau eru ein eftir í afskekktum vestfirskum dal á skaganum milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Elísabet, sem jafnan er kölluð Bettý, segist vera rollukona en auk þess að vera með kindur vinnur hún margskyns handverk sem hún selur ferðamönnum á sumrin.Sólskálinn er uppáhaldsherbergi Bettýjar. Þar sinnir hún handverkinu og fylgist með bátunum í mynni Önundarfjarðar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hún er fráskilin tveggja barna móðir og uppalin á Ingjaldssandi þar sem áður var blómleg byggð. Þegar hún stofnaði sitt heimili í dalnum með fyrrverandi manni sínum fyrir aldarfjórðungi bjuggu þar enn sex fjölskyldur. En svo fjaraði undan byggðinni. Sæból er núna síðasti bærinn í dalnum og Bettý stendur frammi fyrir þeirri spurningu hvort yfir þúsund ára byggðasögu Ingjaldssands ljúki með henni. Þór sonur hennar sækir grunnskóla á Flateyri. Svo heppilega vill til að eldri systir hans, Kristín, á þar heimili með manni sínum og tveimur börnum, og hjá þeim býr Þór virka daga á skólatíma. Hann reynir hins vegar að komast heim til sín um helgar en til þess þarf að fara yfir 530 metra háan fjallveg. Í snjóþyngslum, eins og verið hafa síðustu vikur, treysta hvorki Vegagerðin né Ísafjarðarbær sér til að ryðja leiðina og halda henni opinni. Það er talið of kostnaðarsamt.Bettý tekur á móti ferðalöngum sem brutust á vélsleðum yfir ófæra heiðina með aðstoð björgunarsveitarinnar á Flateyri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þegar Stöðvar 2-menn fóru í heimsókn til Bettýjar á dögunum þurftu þeir að leita aðstoðar björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri til að komast þangað. Farið var á vélsleðum yfir fjallgarðinn til að spjalla við Bettý um tilveruna á Ingjaldssandi. Einnig var rætt við systkinin Þór og Kristínu um hvernig er að alast upp við þessar sérstöku aðstæður. Afraksturinn má sjá í þættinum „Um land allt” á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld, klukkan 19.20, í opinni dagskrá.
Ísafjarðarbær Um land allt Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira