Rolling Stones fresta sjö tónleikum 18. mars 2014 22:30 Mick Jagger og félagar hans í Rolling Stones koma ekki fram á tónleikum strax Vísir/Getty Hljómsveitin Rolling Stones hefur frestað sjö tónleikum sem fyrirhugaðir voru í Ástralíu og á Nýja Sjálandi á tímabilinu 19.mars til 5. apríl. Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma vegna andláts kærustu Mick Jaggers, L'Wren Scott sem tók sitt eigið líf í gær. Þá segir einnig í tilkynningunni að sveitin þakki aðdáendum sínum kærlega fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur og voni að aðdáendur hennar skilji ástæðu frestunarinnar. Þeir aðilar sem eiga miða á tónleika sveitarinnar þurfa þó ekki að örvænta því sveitin hyggst tilkynna nýjar tónleikadagsetningar á næstunni. Söngvari sveitarinnar Mick Jagger er eins og gefur að skilja í losti og harmi sleginn yfir andláti kærustu sinnar og tjáði sig einnig um að hann sé hrærður yfir þeim stuðningi sem hann hefur fengið í kjölfar þessara sorgartíðinda. Eftirfarandi tónleikar í Ástralíu og á Nýja Sjálandi frestast um óákveðinn tíma:3/19 Perth, AU @ Perth Arena3/22 Adelaide, AU @ Adelaide Oval3/25 Sydney, AU @ Allphones Arena3/28 Melbourne, AU @ Rod Laver Arena3/30 Macedon, AU @ Hanging Rock4/02 Brisbane, AU @ Entertainment Centre4/05 Auckland, NZ @ Mt. Smart Stadium Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Rolling Stones hefur frestað sjö tónleikum sem fyrirhugaðir voru í Ástralíu og á Nýja Sjálandi á tímabilinu 19.mars til 5. apríl. Í tilkynningu segir að sveitin harmi það innilega að hluta tónleikaferðalagsins, 14 ON FIRE verðir frestað um óákveðinn tíma vegna andláts kærustu Mick Jaggers, L'Wren Scott sem tók sitt eigið líf í gær. Þá segir einnig í tilkynningunni að sveitin þakki aðdáendum sínum kærlega fyrir þann stuðning sem henni hefur verið sýndur og voni að aðdáendur hennar skilji ástæðu frestunarinnar. Þeir aðilar sem eiga miða á tónleika sveitarinnar þurfa þó ekki að örvænta því sveitin hyggst tilkynna nýjar tónleikadagsetningar á næstunni. Söngvari sveitarinnar Mick Jagger er eins og gefur að skilja í losti og harmi sleginn yfir andláti kærustu sinnar og tjáði sig einnig um að hann sé hrærður yfir þeim stuðningi sem hann hefur fengið í kjölfar þessara sorgartíðinda. Eftirfarandi tónleikar í Ástralíu og á Nýja Sjálandi frestast um óákveðinn tíma:3/19 Perth, AU @ Perth Arena3/22 Adelaide, AU @ Adelaide Oval3/25 Sydney, AU @ Allphones Arena3/28 Melbourne, AU @ Rod Laver Arena3/30 Macedon, AU @ Hanging Rock4/02 Brisbane, AU @ Entertainment Centre4/05 Auckland, NZ @ Mt. Smart Stadium
Tónlist Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira