Ingi Þór fann kraftaverkið í Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. mars 2014 22:18 Ingi Þór fer yfir málin með sínum leikmönnum. Vísir/Valli „Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
„Ég komst í samband við góðan mann í Keflavík og hann kom henni í gang," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, um ótrúlega endurkomuChynnu Brown í sigri liðsins á Val í kvöld. Nánast útilokað var talið að Brown gæti spilað með Snæfelli í kvöld en hún skaddaði liðband í fæti í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna á laugardaginn. Snæfell vann engu að síður leikinn en tapaði svo fyrir Val í Vodafone-höllinni á mánudag. Eftir leikinn var þungt hljóðið í þjálfurum Snæfells sem töldu jafnvel líklegt að Brown myndi ekki spila meira með á tímabilinu. Ingi Þór sagði í samtali við Vísi í kvöld að hann hefði fengið ábendingu um svokallaðan osteópata [hrygg- og liðskekkjulækni] í Keflavík sem gæti komið Brown til aðstoðar. Ingi Þór sendi hana um leið af stað til Keflavíkur. „Það voru tveir ungir leikmenn í meistaraflokki karla - sem eru í verkfalli - sem fengu það verkefni að fara með hana til Keflavíkur. Þeir fengu pitsu að launum,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég vissi ekki hvort þetta myndi hafa eitthvað að segja en fannst þetta tilrauninnar virði. En svo kom hún til baka og sagðist geta spilað í kvöld. Mér skilst að hann hafi fundið eitthvað í mjöðminni hennar sem hann gat unnið með,“ sagði Ingi Þór en bætti við: „Ég get ekki útskýrt betur hvað hann gerði nákvæmlega. Ég veit bara að hann er algjör snillingur.“Chynna Brown í leik með Snæfelli. Brown var þrátt fyrir allt þjáð í leiknum í kvöld en þó skárri en hún hefur verið síðustu daga. Það gerði gæfumuninn. „Liðbandið er illa skaddað og hún er mjög aum. En nú gat hún að minnsta kosti lyft upp löppinni án þess að farast úr verkjum.“ „Hún átti svo frábæran fyrri hálfleik og liðið allt var að spila mjög vel. Ég gat því hvílt hana mikið í seinni hálfleiknum,“ segir Ingi Þór. Óheimilt er að skipta um erlenda leikmenn í miðri úrslitakeppni en Ingi Þór segir að hann hefði hiklaust skipt Brown út hefði það verið heimilt. „Það er ekki spurning, ég væri búinn að því,“ segir hann. Snæfellingar urðu reyndar fyrir enn einu áfallinu undir lok leiksins þegar Hildur Sigurðardóttir sneri sig á ökkla. „Hún var kæld og vafin eftir leik. En það mun ekkert stoppa hana og hún verður klár í næsta leik.“ Næsti leikur liðanna fer fram strax á föstudagskvöldið í Vodafone-höllinni. Með sigri kemst Snæfell áfram í lokaúrslitin og mætir þar Haukum. „Við erum reyndar mjög ósátt við að það skuli keyrt svo grimt áfram á liðunum. Þetta er í fyrsta sinn síðan að úrslitakeppnin byrjaði árið 1984 að fyrstu fjórir leikirnir fari fram á aðeins sjö dögum.“ „Þetta er ómanneskjulegt og alveg ótrúlegt að þessi hátturinn skuli vera hafður á. En við ætlum okkur samt sem áður að klára þetta á föstudaginn,“ segir Ingi Þór.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Kraftaverkakonan Brown spilaði og Snæfell vann Chynna Brown var óvænt í liði Snæfells sem er aftur komið í foyrstu í undanúrslitarimmu liðsins gegn Val í úrslitakeppni Domino's-deildar kvenna. Snæfell vann leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld, 81-67. 19. mars 2014 20:48
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins