Við erum hér fyrir fólkið - ekki öfugt Jón Júlíus Karlsson skrifar 1. mars 2014 14:15 Vísir/GVA Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“ ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að ríkisstjórnin verði að mæta ákalli þjóðarinnar í kjölfar mótmæla og skoðannakannanna síðustu daga. Hann segir koma til greina að setja aðildarviðræður við Evrópusambandið á ís meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að það sé ekki framkvæmanlegt fyrir núverandi ríkisstjórn að halda áfram aðildarviðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Því sé óráðlegt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort að halda eigi áfram aðildarviðræðum við ESB eður ei. Karl telur hins vegar að ríkisstjórnin þurfi að svara ákalli þjóðarinnar um málamiðlun í ESB-málinu. 42 þúsund Íslendingar hafa skráð nafn sitt á undirskriftalista um að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Karl útilokar ekki að umsókn Íslands verði sett á ís á meðan núverandi ríkisstjórn er við völd. „Ég tel persónulega að við þurfum að finna leið til að koma til móts við þennan stóra hóp. Hvaða leið það yrði get ég ekki sagt til um, en það þarf að skoða alla möguleika sem til eru. Ég held að við verðum að hlusta á þann stóra hóp sem hefur hvatt okkur til að breyta um leið. Hugsanlegt væri að setja þetta á ís í einhvern tíma. Ég veit ekki hvort það sé mögulegt. Það þyrfti bara að skoða það,“ segir Karl Garðarsson. Tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um að umsókn Íslands að Evrópusambandinu verði dregin tilbaka hefur mætt mikilli andstöðu stjórnarandstöðunnar. Mikill meirihluti er fyrir því í skoðannakönnunum að aðildarviðræðum sé haldið áfram. „Mjög stór hluti landsmanna sem vill hafa eitthvað um málið að segja og því getum við ekki horft framhjá.“
ESB-málið Tengdar fréttir Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00 Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10 ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00 Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00 Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01 Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Margir sjálfstæðismenn vilja að staðið sé við fyrirheit um þjóðaratkvæði Flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum víða um land segjast ósáttir við að snúið hafi verið frá fyrirheitum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna. Meirihluti sé á móti aðild en margir vilji þó klára viðræður. Staða Bjarna Benediktssonar sem formanns er þó talin sterk. 28. febrúar 2014 07:00
Þjóðin hafi síðasta orðið Dagur B. Eggertsson leggur fram tillögu á stjórnarfundi Sambands íslenska sveitarfélaga að hvatt verði til þess að ríkisstjórin standi við fyrirheit sín og dragi til baka tillögu sína um að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu verði slitið. 28. febrúar 2014 11:10
ESB og Malta: 14 ára viðræður Fréttablaðið fór stuttlega yfir sögu aðildarviðræðna Möltu við ESB, undanþágur og sérlausnir. 1. mars 2014 15:00
Mikill meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðildarumsókn Rúmur helmingur framsóknarmanna og tveir af hverjum þremur sjálfstæðismönnum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að ESB, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 28. febrúar 2014 06:00
Tveir af þremur vilja ljúka ESB-viðræðum Meirihluti stuðningsmanna annarra flokka en stjórnarflokkanna vill ljúka aðildarviðræðum, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins. Mikill meirihluti framsóknarmanna og sjálfstæðismanna vill slíta viðræðunum. 1. mars 2014 00:01
Framsókn í Kópavogi vill þjóðaratkvæðagreiðslu Ómar Stefánsson vill að bæjarráð Kópavogs skori á ríkisstjórnina að hún falli frá umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar. 28. febrúar 2014 17:18