Creditinfo í samstarf við VoLo Africa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. mars 2014 11:04 Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group og Abdou Draman Touray framkvæmdastjóri VoLo. Vísir/Creditinfo Creditinfo og VoLo Africa hafa ákveðið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum vaxið fiskur um hrygg í Afríku og hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuðum á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra og er einstakur í þessum hluta álfunnar. Unnið hefur verið að þessu samstarfi í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármálastarfsemi í heimsálfunni.Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo Group segir eitt meginvandamálið við innviði fjölmargra ríkja í Afríku vera það að fólk hafi engin persónuskilríki og eigi því erfitt með að gera grein fyrir sér. Það geri alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum og lánveitendum erfitt um vik. „Ef þú getur ekki sýnt fram á hver þú ert þá vill auðvitað enginn lána þér. Síðan vita menn að aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjárhagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarfsemi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir í tilkynningunni. Fyrst í stað verður lögð áhersla á starfsemi Creditinfo VoLo í Gambíu og Senegal þar sem búa samtals um 16 milljónir manna auk þess sem Creditinfo Cape Verde rennur saman við hið nýja fyrirtæki en Cape Verde er eyjaklasi vestan Gambíu við vesturströnd Afríku þar sem fólksfjöldinn er um hálf milljón. Creditinfo Cape Verde var stofnað 2012. „Creditinfo, sem við stofnuðum hér á Íslandi árið 1997, hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að stofna dótturfyrirtæki í miðlun fjárhagsupplýsinga og áhættustýringu fjármagns í ýmsum löndum. Við höfum ekki síst beint sjónum okkar að þróunarmörkuðum og þá gjarnan í samstarfi við og eftir útboð Alþjóðabankans og sambærilegra stofnana. Við höfum áunnið okkur traust þessara aðila sem meðal annars hefur leitt til starfsemi eins og þeirrar sem nú er að hefjast í Gambíu og Senegal. Þetta eru mjög spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að vinna að þeim með VoLo og Þróunarbanka Afríku næstu misseri,“ segir Reynir. Grænhöfðaeyjar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Creditinfo og VoLo Africa hafa ákveðið að hefja samstarf í Afríku. Í tilkynningu frá Creditinfo segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum vaxið fiskur um hrygg í Afríku og hlotið mikla athygli fyrir uppbyggingu sína á fjármálamörkuðum á þróunarstigi. VoLo hefur hins vegar komið á fót gagnagrunni um einstaklinga í Senegal og Gambíu sem byggir á fingraförum þeirra og er einstakur í þessum hluta álfunnar. Unnið hefur verið að þessu samstarfi í samráði við og með stuðningi Þróunarbanka Afríku í þeim tilgangi að treysta undirstöður og faglega innviði fjármálastarfsemi í heimsálfunni.Reynir Grétarsson forstjóri Creditinfo Group segir eitt meginvandamálið við innviði fjölmargra ríkja í Afríku vera það að fólk hafi engin persónuskilríki og eigi því erfitt með að gera grein fyrir sér. Það geri alla fjármálastarfsemi þunga í vöfum og lánveitendum erfitt um vik. „Ef þú getur ekki sýnt fram á hver þú ert þá vill auðvitað enginn lána þér. Síðan vita menn að aðgangur að lánsfé er ávísun á aukinn hagvöxt og tilgangurinn með samruna okkar og VoLo er að tvinna saman áreiðanleg persónuskilríki og fjárhagsupplýsingar í þeim tilgangi að auka lánastarfsemi og faglega áhættustýringu í þessum ríkjum,“ segir Reynir í tilkynningunni. Fyrst í stað verður lögð áhersla á starfsemi Creditinfo VoLo í Gambíu og Senegal þar sem búa samtals um 16 milljónir manna auk þess sem Creditinfo Cape Verde rennur saman við hið nýja fyrirtæki en Cape Verde er eyjaklasi vestan Gambíu við vesturströnd Afríku þar sem fólksfjöldinn er um hálf milljón. Creditinfo Cape Verde var stofnað 2012. „Creditinfo, sem við stofnuðum hér á Íslandi árið 1997, hefur á undanförnum árum unnið markvisst að því að stofna dótturfyrirtæki í miðlun fjárhagsupplýsinga og áhættustýringu fjármagns í ýmsum löndum. Við höfum ekki síst beint sjónum okkar að þróunarmörkuðum og þá gjarnan í samstarfi við og eftir útboð Alþjóðabankans og sambærilegra stofnana. Við höfum áunnið okkur traust þessara aðila sem meðal annars hefur leitt til starfsemi eins og þeirrar sem nú er að hefjast í Gambíu og Senegal. Þetta eru mjög spennandi verkefni og við hlökkum mikið til að vinna að þeim með VoLo og Þróunarbanka Afríku næstu misseri,“ segir Reynir.
Grænhöfðaeyjar Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira