Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 32-29 | Níu marka sveifla fyrir norðan Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 6. mars 2014 13:22 Mikið var í húfi fyrir leik og sérstaklega hjá leikmönnum ÍR sem eru í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en eftir um fjórar mínútur varði Kristófer Fannar Guðmundsson víti sem Bjarni Fritzson tók og við það virtist hann og lið ÍR detta í gang. Eftir um fimmtán mínútna leik var staðan orðin 5-11 en þá hófst nokkuð sérstakur viðsnúningur. Í raun var þetta afar svipað og hjá ÍR-ingum stuttu áður, þetta hófst á því að JovanKukobat varði víti. Heimamenn vöknuðu og fóru að taka þátt í leiknum á meðan botninn datt algjörlega úr leik ÍR. Það var Byrnjar Hólm Grétarsson sem jafnaði svo leikinn fyrir heimamenn á 27. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig, eitthvað sem þessi ungu leikmaður mætti alveg gera meira af ef marka má jöfnunarmarkið. Liðin skiptust á að skora fram að hálfleik en Bjarni Fritzson átti síðasta markið og heimamenn fóru inn í klefa marki yfir eftir hálfleik tveggja hálfleika, eins furðulega og það hljómar. Snemma í seinni hálfleiknum varð það ljóst hvert stefndi, Jovan Kukobat varði fyrstu þrjú skotin og þar á meðal voru tvö skot í röð. DavíðGeorgsson komst þá í ákjósanlegt færi, Jovan varði en boltinn barst aftur á Davíð sem var þá í enn betra færi en Jovan varði aftur og í þetta sinn nánast sitjandi á afturendanum. Þegar seinni hálfleikur var rétt við það að verða hálfnaður komst KristjánOrriJóhannsson inn úr horninu og kom heimamönnum fimm mörkum yfir, viðsnúningurinn á því stigi var því ellefu mörk á innan við þrjátíu mínútum. Leikmenn ÍR náði að bæta sinn leik aðeins undir lokin, fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn niður í eitt mark en það gekk ekki og á endanum lönduðu heimamenn þriggja marka sigri og halda enn lífi í von þeirra að komast í úrslitakeppnina.Heimir Örn: Ungi stóri strákurinn var eins og reynslubolti „Nei alls ekki,“ sagði Heimir Örn þjálfari Akureyrar strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvort að hann hafi verið nálægt því að gefast upp eftir byrjun leiksins. „Ég hef bara ekki séð svona lélega vörn hér í Höllinni í mörg ár, 5. flokkur hefði staðið sig betur í vörn. Þetta var skammarlegt en ég hafði enga trú á því að við værum ekki að fara að ná þessu í gang, þetta var ekki leikur til að byrja með.“ Jovan datt heldur betur í gírinn í seinni hálfleiknum og það virtist koma mönnum í gírinn. „Já, svo settum við líka Brynjar inn sem auka mann í sókn og ungi stóri strákurinn stóð sig frábærlega, var eins og reynslubolti með tvær stoðsendingar og eitt svakalegt mark.“ Þessi sjö manna sóknarútfærsla, er þetta eitthvað sem þið hafið verið að æfa? „Þetta auðvitað kom fyrir nokkrum árum síðan, held að það hafi verið Dagur Sigurðsson sem var mikið með þetta fyrst. Það eru flest lið að prófa sig áfram, þetta gekk í dag en gæti verið skelfilegt í næsta leik. Þetta er svolítið happdrætti en þetta gekk mjög vel í dag.“ Tölfræðilega er enn von á sæti í úrslitakeppni, er það ennþá stefnan? „Að sjálfsögðu, innbyrðis leikir núna við Val og Fram. Ég er búinn að segja það örugglega í mörgum viðtölum að á góðum degi erum við ekkert langt frá neinum liðum og jafnvel jafn góð. Eins og þú sérð á þessum leikjum við FH um daginn, eitt mark í sitt hvora áttina. ÍR-inga erum við núna búnir að vinna tvisvar en þeir okkur einu sinni en þeir eru samt búnir að ná í mikið fleiri stig en við. Því miður erum við of oft að detta á eitthvað lágt plan sem ég á erfitt með að skilja.“Bjarki Sigurðsson: Fannst liðið halda að þetta væri jafnvel komið „Maður þarf bara aðeins að láta hugann reika og tékka á því,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR aðspurður hvað var valdurinn að þessum mikla viðsnúning í leiknum. „Mér fannst bara liðið halda að þetta væri jafnvel komið. 11-5 og þá einhvernveginn fjarar undan, Akureyri taka leikhlé og fóru að berjast en við bökkuðum út úr því.“ Kom þessi sjö manna sóknarútfærsla Akureyringa ykkur á óvart? „Nei, ekki neitt. Við virtumst tapa öllum einvígum maður á mann, hvort sem það var í vörn eða sókn og það boðar ekkert gott.“ Það vantaði tvo stóra pósta í lið ÍR í dag og aðrir ekki á pari, er þetta frægi bikardraugurinn? „Nei, ég tel ekki svo vera. Þetta er fyrst og fremst hugarar. Allt í lagi, bikar er bikar og menn eru þreyttir eftir það en menn ættu að vera búnir að jafna sig. Við fórum yfir leikskipulagið en mér fannst menn bara mjög staðir. Þegar menn eru ekki að hlaupa í sínar hlaupaleiðir og fara eftir taktík og brjóta sig út jafnvel þá erum við í vondum málum.“ Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Mikið var í húfi fyrir leik og sérstaklega hjá leikmönnum ÍR sem eru í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en eftir um fjórar mínútur varði Kristófer Fannar Guðmundsson víti sem Bjarni Fritzson tók og við það virtist hann og lið ÍR detta í gang. Eftir um fimmtán mínútna leik var staðan orðin 5-11 en þá hófst nokkuð sérstakur viðsnúningur. Í raun var þetta afar svipað og hjá ÍR-ingum stuttu áður, þetta hófst á því að JovanKukobat varði víti. Heimamenn vöknuðu og fóru að taka þátt í leiknum á meðan botninn datt algjörlega úr leik ÍR. Það var Byrnjar Hólm Grétarsson sem jafnaði svo leikinn fyrir heimamenn á 27. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig, eitthvað sem þessi ungu leikmaður mætti alveg gera meira af ef marka má jöfnunarmarkið. Liðin skiptust á að skora fram að hálfleik en Bjarni Fritzson átti síðasta markið og heimamenn fóru inn í klefa marki yfir eftir hálfleik tveggja hálfleika, eins furðulega og það hljómar. Snemma í seinni hálfleiknum varð það ljóst hvert stefndi, Jovan Kukobat varði fyrstu þrjú skotin og þar á meðal voru tvö skot í röð. DavíðGeorgsson komst þá í ákjósanlegt færi, Jovan varði en boltinn barst aftur á Davíð sem var þá í enn betra færi en Jovan varði aftur og í þetta sinn nánast sitjandi á afturendanum. Þegar seinni hálfleikur var rétt við það að verða hálfnaður komst KristjánOrriJóhannsson inn úr horninu og kom heimamönnum fimm mörkum yfir, viðsnúningurinn á því stigi var því ellefu mörk á innan við þrjátíu mínútum. Leikmenn ÍR náði að bæta sinn leik aðeins undir lokin, fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn niður í eitt mark en það gekk ekki og á endanum lönduðu heimamenn þriggja marka sigri og halda enn lífi í von þeirra að komast í úrslitakeppnina.Heimir Örn: Ungi stóri strákurinn var eins og reynslubolti „Nei alls ekki,“ sagði Heimir Örn þjálfari Akureyrar strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvort að hann hafi verið nálægt því að gefast upp eftir byrjun leiksins. „Ég hef bara ekki séð svona lélega vörn hér í Höllinni í mörg ár, 5. flokkur hefði staðið sig betur í vörn. Þetta var skammarlegt en ég hafði enga trú á því að við værum ekki að fara að ná þessu í gang, þetta var ekki leikur til að byrja með.“ Jovan datt heldur betur í gírinn í seinni hálfleiknum og það virtist koma mönnum í gírinn. „Já, svo settum við líka Brynjar inn sem auka mann í sókn og ungi stóri strákurinn stóð sig frábærlega, var eins og reynslubolti með tvær stoðsendingar og eitt svakalegt mark.“ Þessi sjö manna sóknarútfærsla, er þetta eitthvað sem þið hafið verið að æfa? „Þetta auðvitað kom fyrir nokkrum árum síðan, held að það hafi verið Dagur Sigurðsson sem var mikið með þetta fyrst. Það eru flest lið að prófa sig áfram, þetta gekk í dag en gæti verið skelfilegt í næsta leik. Þetta er svolítið happdrætti en þetta gekk mjög vel í dag.“ Tölfræðilega er enn von á sæti í úrslitakeppni, er það ennþá stefnan? „Að sjálfsögðu, innbyrðis leikir núna við Val og Fram. Ég er búinn að segja það örugglega í mörgum viðtölum að á góðum degi erum við ekkert langt frá neinum liðum og jafnvel jafn góð. Eins og þú sérð á þessum leikjum við FH um daginn, eitt mark í sitt hvora áttina. ÍR-inga erum við núna búnir að vinna tvisvar en þeir okkur einu sinni en þeir eru samt búnir að ná í mikið fleiri stig en við. Því miður erum við of oft að detta á eitthvað lágt plan sem ég á erfitt með að skilja.“Bjarki Sigurðsson: Fannst liðið halda að þetta væri jafnvel komið „Maður þarf bara aðeins að láta hugann reika og tékka á því,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR aðspurður hvað var valdurinn að þessum mikla viðsnúning í leiknum. „Mér fannst bara liðið halda að þetta væri jafnvel komið. 11-5 og þá einhvernveginn fjarar undan, Akureyri taka leikhlé og fóru að berjast en við bökkuðum út úr því.“ Kom þessi sjö manna sóknarútfærsla Akureyringa ykkur á óvart? „Nei, ekki neitt. Við virtumst tapa öllum einvígum maður á mann, hvort sem það var í vörn eða sókn og það boðar ekkert gott.“ Það vantaði tvo stóra pósta í lið ÍR í dag og aðrir ekki á pari, er þetta frægi bikardraugurinn? „Nei, ég tel ekki svo vera. Þetta er fyrst og fremst hugarar. Allt í lagi, bikar er bikar og menn eru þreyttir eftir það en menn ættu að vera búnir að jafna sig. Við fórum yfir leikskipulagið en mér fannst menn bara mjög staðir. Þegar menn eru ekki að hlaupa í sínar hlaupaleiðir og fara eftir taktík og brjóta sig út jafnvel þá erum við í vondum málum.“
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn