Tvö af þremur töpum Hauka í Safamýri - í vandræðum með varnarmúr Framara Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2014 13:15 Sveinn Þorgeirsson, sem er á láni hjá Fram frá Haukum, tekur fast á Sigurbergi Sveinssyni. Vísir/Vilhelm Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu. Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Topplið Hauka í Olís-deild karla í handbolta tapaði sínum fyrsta deildarleik í rúma fimm mánuði í gærkvöldi þegar það varð undir gegn Fram, 21-18, í Safamýri. Haukarnir voru fyrir gærkvöldið á rosalegu skriði. Þeir höfðu unnið sex leiki í röð og ekki tapað í tíu leikjum í röð (níu sigrar og eitt jafntefli). Síðasta tap Hauka í deildinni fyrir gærkvöldið var einmitt á sama stað, í Safamýri, gegn Íslandsmeisturunum. Fram vann nefnilega fyrsta leik liðanna í 4. umferð Olís-deildarinnar, 18-17. Þetta eru einu tveir leikirnir í deildinni til þessa þar sem Haukar hafa skorað minna en 20 mörk. Haukar skora annars 25,2 mörk að meðaltali í leik og eru með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Toppliðinu gengur erfiðlega með unga en öfluga vörn Framara sem GuðlaugurArnarsson hefur búið til í Safamýri. Þó Haukar hafi unnið aðra viðureign liðanna á tímabilinu að Ásvöllum, 20-17, er það sá leikur sem Haukar skoruðu næstfæst mörk í á tímabilinu. Í þeim leik var það heldur ekki beint vörnin sem klikkaði hjá Fram heldur sóknin. Þar spiluðu Haukar frábæra vörn í seinni hálfleik eftir að vera undir í hálfleik, 12-6. Þeir fengu átta hraðaupphlaupsmörk í seinni hálfleik og unnu lokakaflann í þeim leik, 11-2.Elías Bóasson liggur fyrir framan varamannabekk Framara.Vísir/VilhelmGuðlaugur Arnarsson virðist vera með sigurformúluna gegn Haukum. Honum er allavega búið að takast það sem engum öðrum þjálfara hefur tekist á tímabilinu: Að vinna Hauka tvisvar sinnum. ÓlafurStefánsson getur leikið sama leikinn með Val þegar liðin mætast 27. mars en Valur vann Hauka, 27-22, í fyrsta leik tímabilsins. Þó mikið sé hér talað um varnarleik Fram á tímabilinu skal það þó tekið fram að Haukar eru tölfræðilega með bestu vörnina. Þeir hafa aðeins fengið á sig 330 mörk í 15 leikjum sem gerir 22 mörk á sig að meðtali í leik en Fram fær á sig 23,2 mörk á sig að meðaltali í leik. Þó ekki nema 18,3 mörk að meðaltali gegn Haukum.Leikir Fram og Hauka í Olís-deildinni á tímabilinu:9. októberFram - Haukar 18-17 (10-10) Haukar komast tveimur mörkum yfir, 17-15, þegar sjö mínútur eru til leiksloka en Framarar skora þrjú síðustu mörkin. Stefán Darri Þórsson tryggir Fram sigurinn með marki á lokasekúndunum.5. desemberHaukar - Fram 20-17 (6-12) Haukar skora ekki nema sex mörk í fyrri hálfleik gegn ógnarsterkri vörn Framara. Sóknarleikur gestanna molnar gegn frábærum varnarleik Hauka í seinni hálfleik. Toppliðið raðar inn mörkum úr hraðaupphlaupum og vinnur seinni hálfleikinn, 14-5.20. febrúarFram - Haukar 21-18 (12-9) Framarar eru þremur mörkum yfir í hálfleik og láta forskotið aldrei af hendi. Haukar minnka muninn mest í tvö mörk en varnarmúr heimamanna heldur allan leikinn og Safamýrarliðið verður fyrst til að vinna Hauka tvívegis í Olís-deildinni á tímabilinu.
Olís-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita