Tíu hlutir sem þú vissir ekki um krullu Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. febrúar 2014 16:00 Fyrirliði kanadíska liðsins horfir á eftir steini í úrslitaleiknum sem Kanada vann á móti Svíþjóð. Vísir/Getty Kanada varð í gær Vetrarólympíumeistari í krullu kvenna öðru sinni og Kanadamenn fá tækifæri til að vinna tvöfalt því karlaliðið mætir Bretlandi í úrslitum karla í dag. Keppt er í krullu í fimmta skipti á Vetrarólympíuleikum en hún hafði fyrir leikana í Naganó 1998 nokkrum sinnum verið sýningaríþrótt. Þar sem Bretar eiga möguleika á gullverðlaunum í dag tóku fréttamenn BBC saman tíu athyglisverðar staðreyndir um krullu og sögu íþróttarinnar. Þær fylgja hér að neðan.Tvær sænskar sópa af krafti.Vísir/Getty1. Fyrstu skráðu heimildirnar um krullu segja að hún hafi fyrst verið leikin í Skotlandi og Hollandi á 16. öld. Fyrstu reglurnar voru skrifaðar 1838 og fyrsta sambandið var stofnað í Edinborg.2. Á meðal þeirra stórstjarna í heiminum sem stunda krullu er Óskarsverðlaunaleikarinn George Clooney. Hann varð ástfanginn af sportinu þegar hann kynntist því við tökur á kvikmyndinni Perfect Storm í Kanada árið 2000. Rokkarinn Bruce Springsteen er líka mikill aðdáandi krullu og tekur leik við og við þegar hann er á hljómleikaferðalagi með E Street Gang.Steininum er rennt eftir ísnum og tveir aðir úr liðinu reyna sópa hann á réttan stað.Vísir/Getty3. Krullusteinar eru gerðir úr granít og eru á frá 17,24-19,96kg þungir. Grantíið er fengið frá tveimur stöðum: Skosku eyjunni Alisa Craig og úr granítnámu í wales.4. Krulla hefur komið við sögu í mörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Meðal annars Bítlamyndinni Help!5. Í skotlandi var krulla leikin utandyra á frosnum vötnum og tjörnum þar til fyrst var spilað innanhúss á 20. öldinni. Þrátt fyrir það halda sumir Skota í hefðirnar og spila utandyra.Sópurnum leiðbeint hvar steinninn á að smella inn í hrúguna.Vísir/Getty6. Sum af líkunum sem náð var úr Titanic eftir að það sökk árið 1912 voru færð til bráðabirða í félagsheimi Mayflower-krulluklúbbsins í Nova Scotia. Það var gert að tímabundnu líkhúsi eftir slysið.7. Helsta framlag Englendinga til krullu er að finna upp á gerviísinn. Árið 1877 opnaði skautavell í Manchester og í mars sama ár fór þar fram fyrsti krulluleikurinn á gerviís. Skautavellinu var þó lokað skömmu síðar.8. Árið 2008 gekk bandaríska sjónvarpsstöðin NBC frá samningi sem fól í sér að sýna 10 þætti af raunveruleikaþættinum Rockstar Curling. Stefnt var að því að sigurvegarnir fengu tækifæri til að keppa á bandaríska meistaramótinu og jafnvel fara á Vetrarólympíuleikana í Vancouver árið 2010. Þetta var einskonar Idol-keppni nema í krullu. Þættirnir fóru aldrei í framleiðslu.Það er í reglunum að allir eiga að vera vinir í krullu.Vísir/Getty9. Fyrst var keppt í krullu á Vetrarólympíuleikunum í Chamonix árið 1924. Þá var íþróttin aðeins sýningargrein eins og í Lake Placid 1932, Calgary 1988 og Albertville 1992. Krulla varð svo opinber Vetrarólympíugrein í Naganó 1998. Kanada og Sviss unnu fyrstu gullin.10. Heiðarleg og drengileg framkoma er stór hluti af íþróttinni. Keppendur eiga að hrósa andstæðingnum fyrir góð skot og aldrei má fagna ef andstæðingurinn gerir mistök. Vanalega á tapliðið að bjóða sigurliðinu upp á drykk eftir leik. Það er þó ekki skylda á Vetrarólympíuleikunum. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 14 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fjórtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 21. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Kanada varð í gær Vetrarólympíumeistari í krullu kvenna öðru sinni og Kanadamenn fá tækifæri til að vinna tvöfalt því karlaliðið mætir Bretlandi í úrslitum karla í dag. Keppt er í krullu í fimmta skipti á Vetrarólympíuleikum en hún hafði fyrir leikana í Naganó 1998 nokkrum sinnum verið sýningaríþrótt. Þar sem Bretar eiga möguleika á gullverðlaunum í dag tóku fréttamenn BBC saman tíu athyglisverðar staðreyndir um krullu og sögu íþróttarinnar. Þær fylgja hér að neðan.Tvær sænskar sópa af krafti.Vísir/Getty1. Fyrstu skráðu heimildirnar um krullu segja að hún hafi fyrst verið leikin í Skotlandi og Hollandi á 16. öld. Fyrstu reglurnar voru skrifaðar 1838 og fyrsta sambandið var stofnað í Edinborg.2. Á meðal þeirra stórstjarna í heiminum sem stunda krullu er Óskarsverðlaunaleikarinn George Clooney. Hann varð ástfanginn af sportinu þegar hann kynntist því við tökur á kvikmyndinni Perfect Storm í Kanada árið 2000. Rokkarinn Bruce Springsteen er líka mikill aðdáandi krullu og tekur leik við og við þegar hann er á hljómleikaferðalagi með E Street Gang.Steininum er rennt eftir ísnum og tveir aðir úr liðinu reyna sópa hann á réttan stað.Vísir/Getty3. Krullusteinar eru gerðir úr granít og eru á frá 17,24-19,96kg þungir. Grantíið er fengið frá tveimur stöðum: Skosku eyjunni Alisa Craig og úr granítnámu í wales.4. Krulla hefur komið við sögu í mörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum. Meðal annars Bítlamyndinni Help!5. Í skotlandi var krulla leikin utandyra á frosnum vötnum og tjörnum þar til fyrst var spilað innanhúss á 20. öldinni. Þrátt fyrir það halda sumir Skota í hefðirnar og spila utandyra.Sópurnum leiðbeint hvar steinninn á að smella inn í hrúguna.Vísir/Getty6. Sum af líkunum sem náð var úr Titanic eftir að það sökk árið 1912 voru færð til bráðabirða í félagsheimi Mayflower-krulluklúbbsins í Nova Scotia. Það var gert að tímabundnu líkhúsi eftir slysið.7. Helsta framlag Englendinga til krullu er að finna upp á gerviísinn. Árið 1877 opnaði skautavell í Manchester og í mars sama ár fór þar fram fyrsti krulluleikurinn á gerviís. Skautavellinu var þó lokað skömmu síðar.8. Árið 2008 gekk bandaríska sjónvarpsstöðin NBC frá samningi sem fól í sér að sýna 10 þætti af raunveruleikaþættinum Rockstar Curling. Stefnt var að því að sigurvegarnir fengu tækifæri til að keppa á bandaríska meistaramótinu og jafnvel fara á Vetrarólympíuleikana í Vancouver árið 2010. Þetta var einskonar Idol-keppni nema í krullu. Þættirnir fóru aldrei í framleiðslu.Það er í reglunum að allir eiga að vera vinir í krullu.Vísir/Getty9. Fyrst var keppt í krullu á Vetrarólympíuleikunum í Chamonix árið 1924. Þá var íþróttin aðeins sýningargrein eins og í Lake Placid 1932, Calgary 1988 og Albertville 1992. Krulla varð svo opinber Vetrarólympíugrein í Naganó 1998. Kanada og Sviss unnu fyrstu gullin.10. Heiðarleg og drengileg framkoma er stór hluti af íþróttinni. Keppendur eiga að hrósa andstæðingnum fyrir góð skot og aldrei má fagna ef andstæðingurinn gerir mistök. Vanalega á tapliðið að bjóða sigurliðinu upp á drykk eftir leik. Það er þó ekki skylda á Vetrarólympíuleikunum.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 14 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fjórtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 21. febrúar 2014 09:00 Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Sjá meira
Bein útsending frá ÓL 2014 | Dagur 14 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en fjórtándi keppnisdagur leikanna er í dag. 21. febrúar 2014 09:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn