Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 27-22 | Sama lið vann fyrir sex dögum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 22. febrúar 2014 11:42 Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Eyjamenn unnu leikmenn Akureyrar í dag, 27-22, í annað skiptið á einungis sex dögum og styrktu því stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Það sem skildi liðin að var markvarslan sem var mun betri hjá heimamönnum. Leikurinn byrjaði ansi fjörlega og komust Akureyringar yfir strax í byrjun með góðum sóknarleik og ennþá betri varnarleik sem virtist illviðráðanlegur fyrir Eyjamenn.Bjarni Fritzson kom sínum mönnum tveimur mörkum yfir í stöðuna 4-6 en þá mætti stuðningsmannasveit Eyjamanna í húsið og á sama tíma fengu tveir leikmenn gestanna tveggja mínútna brottvísanir. ÍBV nýtti sér liðsmuninn og skoruðu fimm mörk í röð en á þeim tíu mínútna kafla tókst gestunum ekki að koma boltanum framhjá KolbeiniArnarsyni sem stóð í marki Eyjamanna allan leikinn. Staðan í hálfleik var 10-8 en í byrjun seinni hálfleik tókst gestunum að minnka muninn niður í eitt mark með sterkum sóknar- og varnarleik eins og í upphafi leiks. Staðan var svo orðin jöfn 16-16 þegar að Bjarni Fritzson prjónaði sig í gegn og lyfti boltanum skemmtilega yfir Kolbein í markinu.Róbert Aron Hostert og Theodór Sigurbjörnsson skoruðu næstu fimm mörk heimamanna sem komu sér í þægilega stöðu fyrir seinasta kafla leiksins. Vörn Akureyrar opnaðist upp á gátt þegar að þeir ætluðu sér að setja pressu á Eyjamenn sem nýttu sér það hrikalega vel.Guðni Ingvarsson átti frábæran leik en hann spilaði mikið bæði í vörn og sókn og nýtti öll sín færi. Leiknum lauk svo með fimm marka sigri heimamanna 27-22 sem styrkja stöðu sína í 2. sætinu á meðan að gestirnir sitja í næst neðsta sæti deildarinnar og virðast vera fastir þar.Kolbeinn Aron Arnarson: Markmiðið var að halda sér uppi „Það er gott að taka þá annan leikinn í röð, mér finnst við vera algjörlega með þá,“ sagði Kolbeinn Aron Arnarson leikmaður Eyjamanna eftir sigurinn. „Við vinnum leikina okkar á vörninni. Markmiðið mitt fyrir tímabilið var bara að halda okkur í deildinni en allt sem gerist gott í viðbót við það er bara frábært,“ sagði Kolbeinn Aron sem varði 18 bolta í markinu í dag. Sóknarleikur Eyjamanna gekk illa fyrstu tuttugu mínúturnar og skoruðu þeir aðeins fjögur mörk á þeim tíma. Kolbeinn segist ekki koma nálægt því og sé aðeins í markinu en bætti þó við í gríni að hann haldi stundum að hann geti gert betur sjálfur .Heimir Örn Árnason: Við verðum að vinna næsta leik „Þetta var mjög svipaður leikur og seinast, við lendum undir en náum þeim í seinni. Munurinn er sá að þeir eru með fleiri sóknarvopn heldur en við,“ sagði Heimir Örn Árnason þjálfari Akureyrar eftir fimm marka tap í Eyjum í dag. „Þessi stóri í markinu fór bara að verja í lokin, hann stóð sig vel þó svo að hann hafi átt skilið að fá skot í hausinn fyrir atvikið í lokin,“ sagði Heimir en Kolbeinn sneri sér við og reyndi að verja með því að snúa öfugt í markinu þegar nokkrar mínútur voru eftir. „Það eru sex leikir eftir og við verðum að vinna næsta leik annars erum við fastir í þessu sæti,“ sagði Heimir að lokum en ÍR-ingar sækja leikmenn Akureyrar heim í næstu umferð.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Stjarnan áfram eftir mark Brynjars Gauta á elleftu stundu | Mæta Espanyol í næstu umferð Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira