Draugur sem sýslumaður Seyðfirðinga slóst við Kristján Már Unnarsson skrifar 23. febrúar 2014 20:00 Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun. Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Hundrað og tuttugu ára gömul ljósmynd af draugi, sem sýslumaðurinn á Seyðisfirði sagðist hafa slegist við, er fyrsta ljósmynd sem notuð var í sakamáli á Íslandi. Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag var fjallað um magnaða draugasögu sem gerist í gamla apótekinu á Seyðisfirði árið 1894. Sagan tengdist morðmáli, sem þáverandi sýslumaður, Axel Tulinius, fékk til rannsóknar, en hann leigði þá herbergi á annarri hæð hússins. Þáttinn má sjá í heild sinni hér.Ólafur Örn Pétursson, eigandi bláa apóteksins, lýsti slagsmálum sýslumanns við drauginn.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Ólafur Örn Pétursson, núverandi eigandi gamla apóteksins á Seyðisfirði, lýsti í þættinum slagsmálum sýslumanns við drauginn í stiga apóteksins og hvernig honum hefði tvær nætur í röð tekist að varna draugnum uppgöngu á efri hæðina, en sýslumaður skráði atburðinn í opinber skjöl. En 120 ára sögu draugsa er ekki lokið. Í Þjóðskjalasafni Íslands í gömlu mjólkurstöðinni við Laugaveg í Reykjavík er enn verið að kljást við hann. Þar hefur Gunnar Örn Hannesson sagnfræðingur verið að grafa upp skjöl og ljósmyndir sem tengjast hvarfi vélstjóra af enskum togara sem var á veiðum á Seyðisfirði árið 1894. Fjórum mánuðum síðar kom líkið upp með veiðarfærum íslensks báts og þá var meðfylgjandi ljósmynd tekin, í október 1894.Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur við Þjóðskjalasafn Íslands.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Ummerki bentu eindregið til þess að enska sjómanninum hefði verið ráðinn bani en farg hafði verið bundið við líkið til að sökkva því. Skipsfélagi mannsins var grunaður um verknaðinn en ekki tókst að sanna glæpinn. Sýslumaðurinn fékk Eyjólf Jónsson ljósmyndara til að taka mynd af líkinu og segir Gunnar Örn að þetta sé fyrsta ljósmynd sem tekin er á Íslandi vegna rannnsóknar á sakamáli. En er þetta líka ljósmynd af draugnum? Þessari spurningu svaraði sagnfræðingurinn í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þá má velta því upp hvort ljósmyndin sé einnig elsta fréttamynd á Íslandi. Það er reyndar ekki vitað til þess að hún hafi birst í dagblaði hérlendis fyrr en eftir 1960. Ljósmyndarinn lét hins vegar setja myndina á spjald og spyrja má hvort hún hafi farið í nægilega mikla dreifingu á sínum tíma til að líta megi á það sem fjölmiðlun.
Seyðisfjörður Um land allt Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira