Ásgeir fetar í fótspor Beyoncé Gunnar Leó Pálsson skrifar 24. febrúar 2014 14:15 Ásgeir Trausti er kominn til Columbia Records visir/getty „Þetta er mjög góður samningur fyrir okkur og er samvinnuverkefni fyrirtækjanna One Little Indian og Columbia," segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, en Ásgeir hefur gert samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. Samningurinn við Columbia er líkt og samningurinn við One Little Indian, upp á þrjár plötur. „Samningurinn breytir umfanginu og dreifingu plötunnar til hins betra, við erum að fá það besta frá báðum fyrirtækjunum," segir María Rut. Hún segir jafnframt að hlutirnir hafi verið fljótir að gerast. „Við vorum í viðræðum við fleiri bandarísk stórfyrirtæki," segir María Rut og bætir við að mikill skilningur hafi verið hjá Columbia fyrir því, að Ásgeir fengi að halda sinni sérstöðu, sem svokallaður Indie tónlistarmaður. Plata Ásgeirs, In The Silence kemur út í Bandaríkjunum 4. mars. Hann er nú að koma heim eftir gæfuríkt tónleikaferðalag um Asíu. „Hann stoppar aðeins heima núna en fer svo til Bandaríkjanna 8. mars og verður þar í rúma viku," segir María Rut. Ásgeir kemur meðal annars fram á South By Southwest-tónlistarhátíðinni en eftir Bandaríkjareisuna fer hann í tónleikaferðalag um Evrópu fram til 14. apríl.Beyoncé, Adele, John Mayer, Daft Punk og Depeche Mode eru meðal þeirra tónlistarmanna sem eru með samning við Columbia Records. Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er mjög góður samningur fyrir okkur og er samvinnuverkefni fyrirtækjanna One Little Indian og Columbia," segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs, en Ásgeir hefur gert samning við bandaríska útgáfurisann Columbia Records. Samningurinn við Columbia er líkt og samningurinn við One Little Indian, upp á þrjár plötur. „Samningurinn breytir umfanginu og dreifingu plötunnar til hins betra, við erum að fá það besta frá báðum fyrirtækjunum," segir María Rut. Hún segir jafnframt að hlutirnir hafi verið fljótir að gerast. „Við vorum í viðræðum við fleiri bandarísk stórfyrirtæki," segir María Rut og bætir við að mikill skilningur hafi verið hjá Columbia fyrir því, að Ásgeir fengi að halda sinni sérstöðu, sem svokallaður Indie tónlistarmaður. Plata Ásgeirs, In The Silence kemur út í Bandaríkjunum 4. mars. Hann er nú að koma heim eftir gæfuríkt tónleikaferðalag um Asíu. „Hann stoppar aðeins heima núna en fer svo til Bandaríkjanna 8. mars og verður þar í rúma viku," segir María Rut. Ásgeir kemur meðal annars fram á South By Southwest-tónlistarhátíðinni en eftir Bandaríkjareisuna fer hann í tónleikaferðalag um Evrópu fram til 14. apríl.Beyoncé, Adele, John Mayer, Daft Punk og Depeche Mode eru meðal þeirra tónlistarmanna sem eru með samning við Columbia Records.
Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira