Hildur: Búin að eyða alltof mörgum klukkutímum í svekkelsi og fýlu Óskar Ófeigur Jónsson í Fjárhúsinu í Stykkishólmi skrifar 26. febrúar 2014 21:34 Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells. Vísir/ÓskarÓ Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur. Dominos-deild kvenna Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í kvennaliði Snæfells tóku við deildarmeistaratitlinum í kvöld eftir 27 stiga sigur á Njarðvík, 87-60, í Stykkishólmi. Snæfellskonur rifu sig upp eftir tapið í bikaúrslitaleiknum á laugardaginn og unnu sannfærandi sigur. „Þetta er framar vonum held ég. Við vorum ekkert endilega að stefna á deildarmeistaratitilinn í vetur þegar við hófum mótið. Fljótlega sáum við að við ættum góðan möguleika á því. Við gerðum síðan betur en að verða deildarmeistarar því við erum búnar að vinna áður en mótið er búið," sagði Hildur. Snæfellsliðið var búið að vinna deildina fyrir leikinn en þessi sigur og önnur úrslit kvöldsins þýða að Snæfell er með tíu stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. „Við erum með sterkan heimavöll og flotta stuðningsmenn. Núna erum við komnar með heimavallarréttinn og það á örugglega eftir að hjálpa okkur í úrslitakeppninni. Það er örugglega ekki auðvelt að koma hingað að alla leið úr bænum því það er alltaf lengra úr bænum. Það er flott að vera með heimavallarréttinn," sagði Hildur kát. Hildur kom aftur heim eftir glæsilegan feril með KR þar sem hún vann marga titla. „Auðvitað er það miklu skemmtilegra að vinna með sínu félagi þótt að allir titlar séu skemmtilegir og eiga sína sögu og allt það. Það verður aldrei tekið af mér að hafa hjálpað til við að ná þeim fyrsta stóra í hús," sagði Hildur hlæjandi en þetta er fyrstu deildarmeistaratitill kvennaliðs Snæfells. Hildur var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu en hún var með 11 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar í kvöld. Hildur lét ekki tapið á móti Haukum í bikarúrslitaleiknum um helgina hafa of mikil áhrif á sig í aðdraganda leiksins. „Það var svekkelsi en ég ákvað fljótlega að vera ekkert að svekkja mig á því. Ég er búin að eyða alltof mörgum dögum og klukkutímum í svekkelsi og fýlu á ferlinum. Ég ákvað því að eiga góðan sunnudag, velta mér ekki upp úr þessu tapi og halda bara áfram," sagði Hildur en hún gat samt ekki beðið eftir því að spila aftur. „Ég fann það í dag að ég var óvenju spennt að komast inn á gólfið til að spila aftur enda átti ég ekkert frábæran leik fyrir liðið á laugardaginn. Ég var því spennt að gera betur," sagði Hildur. Framundan er síðan úrslitakeppnin þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitilinn er í boði. „Það er einn stór titill eftir en nú bíður bara nýtt mót. Það var barátta að landa þessum titli enda allur veturinn undir en síðan hefst úrslitakeppnin. Þar er mikil keyrsla og reynir mikið á liðin. Við ætlum okkur að koma tilbúnar í það," sagði Hildur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira