Stjórnarþingmenn fara frjálslega með staðreyndir í Evrópuumræðum 26. febrúar 2014 22:15 Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin. ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Þau Vigdís Hauksdóttir, Frosti Sigurjónsson og Elín Hirst hafa öll farið rangt með staðreyndir í umræðum í tengslum við aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, sagði í þættinum Mín skoðun á sunnudaginn að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki. Hið rétta er að Malta er sjálfstætt ríki og mun í ár fagna því að 50 ár eru liðin frá því að Malta hlaut sjálfstæði. Ríkið er aðili að Evrópusambandinu.Maltneskir fjölmiðlar tóku málið upp í vikunni. Þá sagði Frosti Sigurjónsson formaður viðskipta- og efnahagsnefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í morgunútvarpi Rásar 2 á sunnudaginn að Kínverjar hefðu ekki fengist til þess að undirrita fríverslunarsamning við Ísland á meðan við völd væri ríkisstjórn sem væri hlynnt inngöngu inn í Evrópusambandið. Það er rangt. Hið rétta er að samningurinn var undirritaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en Össur Skarphéðinsson undirritaði samninginn þann 15. apríl 2013. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag sagði Elín Hirst frá því í Harmageddon í morgun að Grænlendingar reyndu nú að komast út úr Evrópusambandinu. Það er ekki rétt. Hið rétta er að Grænland fór úr sambandinu árið 1982, ári eftir að ríkið hlaut heimastjórn árið 1981. Landið lýtur þó reglum sambandsins að hluta til samkvæmt sérstökum samningi. Elín hefur beðist afsökunar á þessum ummælum sínum, eins og sjá má í viðhengdri frétt um upprunalegu ummælin.
ESB-málið Mín skoðun Tengdar fréttir Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00 „Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17 Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23 Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Af hverju Malta er betri en Ísland Maltneski vefmiðillinn Circle telur engan vafa liggja á því að Malta sé betra land en Ísland. 24. febrúar 2014 22:00
„Hungursneyð er grafalvarlegt ástand“ „Hungursneyð er nákvæmlega og formlega skilgreint hugtak. Hungursneyð er ekki háð huglægu mati," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir um ummæli Vigdísar Hauksdóttur í Minni skoðun á Stöð 2 í gær. 24. febrúar 2014 12:17
Fjölmiðlar á Möltu fjalla um ummæli Vigdísar "Íslenskur þingmaður Framsóknarflokksins og helsti andstæðingur Evrópusambandsaðildar á Íslandi sagði í gær að Malta væri ekki sjálfstætt ríki, heldur sjálfstjórnarhérað undir öðru ríki,“ segir í frétt Times of Malta. 24. febrúar 2014 12:23
Elín Hirst segir Grænlendinga vilja úr Evrópusambandinu Grænlendingar ákváðu í atkvæðagreiðslu að fara úr ESB árið 1982 og fóru formlega 1985. 26. febrúar 2014 16:59