Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Afturelding 35-22 | ÍR hélt kjúklingaveislu Elvar Geir Magnússon skrifar 28. febrúar 2014 19:15 Vísir/Valli Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina." Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina."
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn