Ofurhljómsveit með tónleika til heiðurs Metallica Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. febrúar 2014 19:00 Hljómsveitin Melrakkar heldur tónleika til heiðurs Metallica. mynd/íris dögg einarsdóttir Þetta er hljómsveit sem ætlar að spila plötuna Kill'em all frá upphafi til enda," segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann hefur ásamt þeim Birni Stefánssyni trommuleikara, Bjarna Sigurðarsyni gítarleikara, sem báðir eru úr Mínus, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara úr HAM og Aðalbirni Tryggvasyni söngvara úr Sólstöfum, stofnað hljómsveitina Melrakka. Melrakkar ætla sem fyrr segir að leika fyrstu plötu Metallica, Kill'em all í heild sinni á tvennum tónleikum, á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og svo á Gamla Gauknum í Reykjavík daginn eftir. „Það er líklegt að við tökum fleiri Metallica-plötur fyrir eftir þessa tónleika. Ég yrði í raun hissa ef við færum ekki lengra," segir Bibbi spurður út í framhaldið. Meðlimir sveitarinnar eru allir miklir Metallica-aðdáendur og þekkja efnið gríðarlega vel. „Þetta er rosalega skemmtilegt og við höfum þessa gömlu plötu í blóðinu."Kill'em all er í uppáhaldi meðlima sveitarinnar. „Erfitt að færa rök gegn því að hún sé ekki í uppáhaldi, allavega þangað til við tökum Ride The Lightning." Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þetta er hljómsveit sem ætlar að spila plötuna Kill'em all frá upphafi til enda," segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld. Hann hefur ásamt þeim Birni Stefánssyni trommuleikara, Bjarna Sigurðarsyni gítarleikara, sem báðir eru úr Mínus, Flosa Þorgeirssyni bassaleikara úr HAM og Aðalbirni Tryggvasyni söngvara úr Sólstöfum, stofnað hljómsveitina Melrakka. Melrakkar ætla sem fyrr segir að leika fyrstu plötu Metallica, Kill'em all í heild sinni á tvennum tónleikum, á Græna hattinum, Akureyri, föstudaginn 7. mars og svo á Gamla Gauknum í Reykjavík daginn eftir. „Það er líklegt að við tökum fleiri Metallica-plötur fyrir eftir þessa tónleika. Ég yrði í raun hissa ef við færum ekki lengra," segir Bibbi spurður út í framhaldið. Meðlimir sveitarinnar eru allir miklir Metallica-aðdáendur og þekkja efnið gríðarlega vel. „Þetta er rosalega skemmtilegt og við höfum þessa gömlu plötu í blóðinu."Kill'em all er í uppáhaldi meðlima sveitarinnar. „Erfitt að færa rök gegn því að hún sé ekki í uppáhaldi, allavega þangað til við tökum Ride The Lightning."
Tónlist Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira