Rokkið réttir úr kútnum 12. febrúar 2014 13:53 Arctic Monkeys hafa verið í fararbroddi rokkbylgjunnar á Englandi. nordicphotos/getty Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille. Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent. Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára. Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar. Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Rokktónlist var söluhæsta tónlistarstefnan á Bretlandseyjum á síðasta ári en það hefur ekki gerst í fimm ár. Arctic Monkeys áttu aðra söluhæstu rokkplötu síðasta árs á Bretlandi. Það var hinsvegar gamli rámur, Rod Stewart, sem leiddi hóp rokkara og á meðal annarra sem gerðu það gott má nefna Jake Bugg og Bastille. Þetta þykja nokkur tíiðindi því sala á rokkplötum hefur verið í mikilli lægð síðustu árin. Á síðasta ári voru rokkplötur hins vegar með rúm þrjátíu og þrjú prósent af markaðshlutdeildinni. Poppmúsík kemur þar á eftir með þrjátíu og eitt prósent og danstónlist var í þriðja sæti, töluvert á eftir með átta komma þrjú prósent. Poppmúsíkin hefur þó enn vinninginn þegar kemur að sölu á smáskífum með um 36 prósenta hlutdeild en þar hafa rokkararni þó sótt í sig veðrið og í fyrra voru rúm tuttugu prósent seldra smáskífa með rokktónlistarmönnum. Þrátt fyrir að rokkið sé að rétta úr kútnum dregst plötusala enn saman og er það í takt við þróun síðustu ára. Á síðasta ári dróst plötusala saman 6,4 prósent en alls seldust 94 milljónir platna á Bretlandseyjum. Engin ein plata seldist þó í meira en milljón eintökum og hefur það ekki gerst síðan snemma á níunda áratugi síðustu aldar.
Tónlist Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Ný stikla úr GTA VI Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira