Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 21-31 | Valsmenn unnu stórsigur í Eyjum Guðmundur Tómas Sigfússon í Vestmannaeyjum skrifar 13. febrúar 2014 18:15 Óli er með strákana sína í Eyjum. Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Val eru komnir á mikið skrið í Olís-deild karla en Valsliðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið vann tíu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 31-21. Bæði lið voru búin að vinna þrjá deildarleiki í röð en féllu út úr bikarnum í upphafi vikunnar. Valsmenn komu hinsvegar mun sterkari til baka frá þeim vonbrigðum og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn varð aldrei spennandi en Valsmenn komust yfir í byrjun og héldu forystunni út allan leikinn. Það var eins og Eyjamenn hafi ekki mætt til leiks og fyir það var þeim svo sannarlega refsað. Flottur sóknarleikur og frábær varnarleikur Valsara í byrjun leiks skóp sigurinn. Gestirnir komust sjö mörkum yfir þegar einungis sautján mínútur voru liðnar en þá höfðu þeir Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson farið á kostum. Eyjamenn tóku leikhlé og reyndu að snúa leiknum sér í vil en það virtist vera þannig að fyrir hvert mark sem heimamenn skoruðu þá skoruðu Valsmenn eitt ef ekki tvö í bakið á þeim. Staðan í hálfleik var svo 8-17 og leikurinn nánast búinn. Valsmenn mættu ekki jafnsterkir til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn gengu á lagið og náðu að skora nokkur mörk. Á tveggja mínútna kafla tókst Eyjamönnum að skora fjögur mörk gegn engu frá Valsmönnum og voru þá komnir fjórum mörkum frá gestunum. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé sem reyndist vera góð ákvörðun því að Valsmönnum tókst að auka forskotið í sjö mörk og þá voru einungis tíu mínútur eftir af leiknum. Munurinn var svo orðinn tíu mörk þegar að Geir Guðmundsson hafði prjónað sig í gegn nokkrum sinnum. Leiknum lauk svo með tveimur mörkum frá Finni Inga Stefánssyni og lokatölur því 21-31, liðin hafa því sætaskipti við topp deildarinnar en Eyjamenn geta endurheimt annað sætið takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga inni.Vignir Stefánsson: Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan „Þetta var mjög gott, erfiður leikur framan af. Þeir komust aðeins inn í þetta aftur, við vissum að þeir myndu ekki gefast upp. Það var gaman að koma hingað aftur og spila,“ sagði Vignir Stefánsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Vals eftir stórsigur síðarnefnda liðsins í Eyjum í kvöld. „Vörnin nær vel saman og Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan. Við erum að bæta okkur og sérstaklega varnarlega,“ bætti Vignir við. „Við stökkum upp fyrir þá í bili og tökum bara þau stig sem eru í boði,“ voru lokaorð Vignis en hann skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í dag.Arnar Pétursson: Þetta var alveg skelfilegt „Þetta var langt frá því að vera okkar dagur, þetta var alveg skelfilegt og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara Eyjamanna eftir stórt tap þeirra fyrir Valsmönnum. „Við verðum að renna yfir það í kvöld hvað fór úrskeiðis. Sóknarlega erum við staðir og mætum bolta mjög illa,“ bætti Arnar við en fyrstu 22 mínútur leiksins skoruðu Eyjamenn aðeins fjögur mörk. „Menn áttu að hreyfa sig boltalaust, draga þá út úr stöðum og mæta á ferðinni þar sem þeir voru ekki en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar í lokin en hann segir að leikmenn hafi verið svekktir eftir bikarleikinn og að hans menn verði að hætta að svekkja sig á því og einbeita sér að því að spila góðan handbolta. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Lærisveinar Ólafs Stefánssonar í Val eru komnir á mikið skrið í Olís-deild karla en Valsliðið fagnaði sínum fjórða deildarsigri í röð í kvöld þegar liðið vann tíu marka sigur á ÍBV í Eyjum, 31-21. Bæði lið voru búin að vinna þrjá deildarleiki í röð en féllu út úr bikarnum í upphafi vikunnar. Valsmenn komu hinsvegar mun sterkari til baka frá þeim vonbrigðum og unnu sannfærandi sigur. Leikurinn varð aldrei spennandi en Valsmenn komust yfir í byrjun og héldu forystunni út allan leikinn. Það var eins og Eyjamenn hafi ekki mætt til leiks og fyir það var þeim svo sannarlega refsað. Flottur sóknarleikur og frábær varnarleikur Valsara í byrjun leiks skóp sigurinn. Gestirnir komust sjö mörkum yfir þegar einungis sautján mínútur voru liðnar en þá höfðu þeir Orri Freyr Gíslason og Sveinn Aron Sveinsson farið á kostum. Eyjamenn tóku leikhlé og reyndu að snúa leiknum sér í vil en það virtist vera þannig að fyrir hvert mark sem heimamenn skoruðu þá skoruðu Valsmenn eitt ef ekki tvö í bakið á þeim. Staðan í hálfleik var svo 8-17 og leikurinn nánast búinn. Valsmenn mættu ekki jafnsterkir til leiks í síðari hálfleik en Eyjamenn gengu á lagið og náðu að skora nokkur mörk. Á tveggja mínútna kafla tókst Eyjamönnum að skora fjögur mörk gegn engu frá Valsmönnum og voru þá komnir fjórum mörkum frá gestunum. Þá tók Ólafur Stefánsson leikhlé sem reyndist vera góð ákvörðun því að Valsmönnum tókst að auka forskotið í sjö mörk og þá voru einungis tíu mínútur eftir af leiknum. Munurinn var svo orðinn tíu mörk þegar að Geir Guðmundsson hafði prjónað sig í gegn nokkrum sinnum. Leiknum lauk svo með tveimur mörkum frá Finni Inga Stefánssyni og lokatölur því 21-31, liðin hafa því sætaskipti við topp deildarinnar en Eyjamenn geta endurheimt annað sætið takist þeim að vinna leikinn sem þeir eiga inni.Vignir Stefánsson: Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan „Þetta var mjög gott, erfiður leikur framan af. Þeir komust aðeins inn í þetta aftur, við vissum að þeir myndu ekki gefast upp. Það var gaman að koma hingað aftur og spila,“ sagði Vignir Stefánsson fyrrverandi leikmaður ÍBV og núverandi leikmaður Vals eftir stórsigur síðarnefnda liðsins í Eyjum í kvöld. „Vörnin nær vel saman og Bubbi er hrikalega flottur fyrir aftan. Við erum að bæta okkur og sérstaklega varnarlega,“ bætti Vignir við. „Við stökkum upp fyrir þá í bili og tökum bara þau stig sem eru í boði,“ voru lokaorð Vignis en hann skoraði tvö mörk úr tveimur skotum í dag.Arnar Pétursson: Þetta var alveg skelfilegt „Þetta var langt frá því að vera okkar dagur, þetta var alveg skelfilegt og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar Pétursson annar þjálfara Eyjamanna eftir stórt tap þeirra fyrir Valsmönnum. „Við verðum að renna yfir það í kvöld hvað fór úrskeiðis. Sóknarlega erum við staðir og mætum bolta mjög illa,“ bætti Arnar við en fyrstu 22 mínútur leiksins skoruðu Eyjamenn aðeins fjögur mörk. „Menn áttu að hreyfa sig boltalaust, draga þá út úr stöðum og mæta á ferðinni þar sem þeir voru ekki en það gekk ekki eftir,“ sagði Arnar í lokin en hann segir að leikmenn hafi verið svekktir eftir bikarleikinn og að hans menn verði að hætta að svekkja sig á því og einbeita sér að því að spila góðan handbolta.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn