„Stjórnmálamenn eiga að halda sig víðsfjarri Ólympíuleikunum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2014 12:03 Baldur Þórhallsson telur að stjórnmálamenn eigi að halda sig frá Sotsjí. mynd/samsett „Eitt er að senda íþróttamenn á leikana, annað er að senda stjórnmálamenn á setningarathöfn Ólympíuleikanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru á næsta leiti en leikarnir hefjast 7. febrúar. Athygli vekur að Íslendingar senda samanlagt fjóra opinbera fulltrúa á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí í mars. Keppendur frá Íslandi verða fimm talsins í Sotsjí nú í febrúar. Samtals verða 11 aðilar á vegum ÍSÍ á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, að meðtöldum keppendum. Tveir keppendur fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í mars.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eiginkona hans Dorrit Moussaieff verða viðstödd setningaathöfnina auk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Illugi mætir á leikana án maka. Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður síðan viðstödd setningarathöfnina á Ólympíumót fatlaðra sem hefjast 7. mars í Sotsjí en hún verður einnig án maka.Barack Obama.nordicphotos/gettySniðganga ÓlympíuleikanaBarack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hafa öll ákveðið að mæta ekki á setningarathöfnina. Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í viðtali í þættinum Reykjavík Síðdegis þann 23. janúar: „Ekki með nokkru móti er hægt að líta svo á að þegar stjórnmálamenn mæta á Ólympíuleika séu þeir að skrifa upp á eða samþykkja stjórnarstefnu í viðkomandi landi.“Stjórnmálamenn fleiri en keppendur „Það vekur óneitanlega athygli ef stjórnmálamenn eru orðnir fleiri en íþróttamennirnir. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að stjórnmálamenn í mörgum ríkjum hafa ákveðið að sniðganga leikana til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi,“ segir Baldur. „Að mínu mati er sjálfsagt að senda íþróttamenn á leikana og það er í raun betra að vera í samskiptum við harðstjórnarríki til þess að reyna að tala um fyrir þeim og opna ríkin fyrir umheiminum. Ég held að það hjálpi til fyrir mannréttindabaráttu heima fyrir. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera í samskiptum við aðila í harðstjórnarríkjum, því við einfaldlega búum við þá stöðu að það eru fjöldi ríkja harðstjórnarríki. Eitt er að vera í pólitískum samskiptum við ríki, annað er að senda stóran hluta ríkistjórnarinnar á setningarathöfnina.“ Baldur hefur áður spurt sig hvort það hefði ekki dugað að senda einn fulltrúa á setningarathöfnina. „Bandaríkjamenn fóru þá leið að senda opinbera fulltrúa á leikana og t.d. er einn þeirra samkynhneigður. Þetta sýnir ákveðin táknræn mótmæli. Það þýðir ekkert að halda því fram að maður sé ekki að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Um leið og stjórnmálamaður fer á leikana blandar hann saman stjórnmálum og íþróttum.“Vladimir Putin.nordicphotos/gettyStjórnmálamenn vandamálið Baldur heldur því í raun fram að vandamál Ólympíuleikanna séu í raun stjórnmálamennirnir. „Það myndi hjálpa mikið ef stjórnmálamenn héldu sig víðsfjarri Ólympíuleikunum og þá á ég ekki bara við íslenska stjórnmálamenn heldur bara almennt. [Vladímír] Pútín [forseti Rússlands] er klárlega að reyna nota leikana til þess að bæta stöðu sína, bæði heima fyrir og erlendis. Það er þekkt í sögunni og menn hafa gert það með ágætis árangri.“ Baldur efast ekki um stuðnings þessara stjórnmálamanna við mannréttindabaráttu. „Ég held að það kæmu mun skýrari skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum og forsetaskrifstofunni um óánægju og framgang stjórnvalda í Rússlandi gagnvart sínum eigin borgurum ef stjórnmálamenn myndu halda sig frá leikunum.“Yfirlýsing frá Samtökunum '78 Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum ´78: „Á nýliðnu ári hafa borist ítrekaðar fréttir af hnignun mannréttindamála í Rússlandi; afskiptalaust ofbeldi, mannréttindabrot, óskiljanlega dóma og frelsisheftandi lagasetningu. Þar ber hæst lagasetning Dúmunnar þar sem „samkynhneigður áróður“ er bannaður. Fyrir hinsegin íbúa og gesti landsins þýðir hún aðeins eitt: Algera þöggun og útilokun heils þjóðfélagshóps. Hinsegin fólk í Rússlandi getur nú átt yfir höfði sér sektir og fangelsisdóma fyrir það eitt að sýna ást og tilfinningar á almannafæri, miðla upplýsingum eða veita ráðgjöf. Í kjölfarið hefur komið holskefla af hatursglæpum gegn hinsegin fólki, sem lögregla og yfirvöld taka sjaldan á. Í ljósi þessara gífurlegu mannréttindabrota, ofbeldis og haturs er eðlilegt að íslenskir ráðamenn séu spurðir hvað þeir hafa gert til að gagnrýna þessa skelfilegu þróun og hvort og hvernig þeir hafa beitt rússnesk stjórnvöldum þrýstingi til að hverfa af þessari braut.“ Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
„Eitt er að senda íþróttamenn á leikana, annað er að senda stjórnmálamenn á setningarathöfn Ólympíuleikanna,“ segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Vetrarólympíuleikarnir í Sotsjí eru á næsta leiti en leikarnir hefjast 7. febrúar. Athygli vekur að Íslendingar senda samanlagt fjóra opinbera fulltrúa á Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra í Sotsjí í mars. Keppendur frá Íslandi verða fimm talsins í Sotsjí nú í febrúar. Samtals verða 11 aðilar á vegum ÍSÍ á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí, að meðtöldum keppendum. Tveir keppendur fara fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikana í mars.Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og eiginkona hans Dorrit Moussaieff verða viðstödd setningaathöfnina auk Illuga Gunnarssonar, menntamálaráðherra. Illugi mætir á leikana án maka. Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verður síðan viðstödd setningarathöfnina á Ólympíumót fatlaðra sem hefjast 7. mars í Sotsjí en hún verður einnig án maka.Barack Obama.nordicphotos/gettySniðganga ÓlympíuleikanaBarack Obama, forseti Bandaríkjanna, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Francois Hollande, forseti Frakklands, Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Joachim Gauck, forseti Þýskalands, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, hafa öll ákveðið að mæta ekki á setningarathöfnina. Umræðan undanfarin misseri hefur að miklu leyti snúist um mannréttindabrot gangvart samkynhneigðum í Rússlandi. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, sagði í viðtali í þættinum Reykjavík Síðdegis þann 23. janúar: „Ekki með nokkru móti er hægt að líta svo á að þegar stjórnmálamenn mæta á Ólympíuleika séu þeir að skrifa upp á eða samþykkja stjórnarstefnu í viðkomandi landi.“Stjórnmálamenn fleiri en keppendur „Það vekur óneitanlega athygli ef stjórnmálamenn eru orðnir fleiri en íþróttamennirnir. Þetta verður einnig að skoða í ljósi þess að stjórnmálamenn í mörgum ríkjum hafa ákveðið að sniðganga leikana til þess að sýna samstöðu með þeim sem sæta ofbeldi að hálfu stjórnvalda í Rússlandi,“ segir Baldur. „Að mínu mati er sjálfsagt að senda íþróttamenn á leikana og það er í raun betra að vera í samskiptum við harðstjórnarríki til þess að reyna að tala um fyrir þeim og opna ríkin fyrir umheiminum. Ég held að það hjálpi til fyrir mannréttindabaráttu heima fyrir. Stjórnmálamenn þurfa alltaf að vera í samskiptum við aðila í harðstjórnarríkjum, því við einfaldlega búum við þá stöðu að það eru fjöldi ríkja harðstjórnarríki. Eitt er að vera í pólitískum samskiptum við ríki, annað er að senda stóran hluta ríkistjórnarinnar á setningarathöfnina.“ Baldur hefur áður spurt sig hvort það hefði ekki dugað að senda einn fulltrúa á setningarathöfnina. „Bandaríkjamenn fóru þá leið að senda opinbera fulltrúa á leikana og t.d. er einn þeirra samkynhneigður. Þetta sýnir ákveðin táknræn mótmæli. Það þýðir ekkert að halda því fram að maður sé ekki að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Um leið og stjórnmálamaður fer á leikana blandar hann saman stjórnmálum og íþróttum.“Vladimir Putin.nordicphotos/gettyStjórnmálamenn vandamálið Baldur heldur því í raun fram að vandamál Ólympíuleikanna séu í raun stjórnmálamennirnir. „Það myndi hjálpa mikið ef stjórnmálamenn héldu sig víðsfjarri Ólympíuleikunum og þá á ég ekki bara við íslenska stjórnmálamenn heldur bara almennt. [Vladímír] Pútín [forseti Rússlands] er klárlega að reyna nota leikana til þess að bæta stöðu sína, bæði heima fyrir og erlendis. Það er þekkt í sögunni og menn hafa gert það með ágætis árangri.“ Baldur efast ekki um stuðnings þessara stjórnmálamanna við mannréttindabaráttu. „Ég held að það kæmu mun skýrari skilaboð frá íslenskum stjórnvöldum og forsetaskrifstofunni um óánægju og framgang stjórnvalda í Rússlandi gagnvart sínum eigin borgurum ef stjórnmálamenn myndu halda sig frá leikunum.“Yfirlýsing frá Samtökunum '78 Fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum ´78: „Á nýliðnu ári hafa borist ítrekaðar fréttir af hnignun mannréttindamála í Rússlandi; afskiptalaust ofbeldi, mannréttindabrot, óskiljanlega dóma og frelsisheftandi lagasetningu. Þar ber hæst lagasetning Dúmunnar þar sem „samkynhneigður áróður“ er bannaður. Fyrir hinsegin íbúa og gesti landsins þýðir hún aðeins eitt: Algera þöggun og útilokun heils þjóðfélagshóps. Hinsegin fólk í Rússlandi getur nú átt yfir höfði sér sektir og fangelsisdóma fyrir það eitt að sýna ást og tilfinningar á almannafæri, miðla upplýsingum eða veita ráðgjöf. Í kjölfarið hefur komið holskefla af hatursglæpum gegn hinsegin fólki, sem lögregla og yfirvöld taka sjaldan á. Í ljósi þessara gífurlegu mannréttindabrota, ofbeldis og haturs er eðlilegt að íslenskir ráðamenn séu spurðir hvað þeir hafa gert til að gagnrýna þessa skelfilegu þróun og hvort og hvernig þeir hafa beitt rússnesk stjórnvöldum þrýstingi til að hverfa af þessari braut.“
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira