"Maður var bara kallaður tossi“ Ellý Ármanns skrifar 5. febrúar 2014 11:30 Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var: Ísland Got Talent Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Eftirherman Jón Páll Eggertsson, 23 ára, vakti mikla lukku hjá fjölmörgum með frammistöðu sinni í öðrum þætti Ísland Got Talent síðustu helgi en dómararnir sendu hann engu að síðu heim eins og sjá má í myndskeiðinu hér neðar í grein. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrrum menntamálaráðherra var til að mynda ósátt við túlkun Jóns á leikaranum Arnold Scwarzenegger.Krakkar stoppa Jón Pál á förnum vegi.Hvernig kom það til að þú byrjaðir að herma eftir þekktum karakterum? „Þegar ég var ungur fannst mér rosalega gaman að gera fyndnar raddir og fólkið í kringum mig hafði gaman af því líka og þá byrjaði þetta að þróast með tímanum,“ útskýrir Jón. „Ég tók bandarísku treiler-röddina sem er hvað þekktust úr mörgum bíómynda-treilerum. Svo tók ég leikarann Arnold Schwarzenegger. Ég tók líka Smeagol og Gollum úr myndinni Lord of the Rings. Ég tók líka Yoda og Chewbacca úr Star Wars.“ “Ég reyndi bara að semja eitthvað sniðugt og þetta voru raddirnar sem mér fannst passa í þetta atriði en ég hef sjálfur lúmskt gaman af þessum röddum.„Hefur þú fengið einhver viðbrögð? „Ég hef fengið mikinn stuðning frá öllum. Ég fékk til dæmis símtal frá Bylgjunni og hafði mjög gaman af því. Krakkar labba að mér og spyrja hvort ég sé sá sem var í „talentinu“ og hrósa mér. Þannig að ég myndi segja að ég sé búinn að fá nokkuð góð viðbrögð þó ég hafi ekki komist áfram.“ Jón Páll hefur ekki þorað aftur í skóla eftir erfiða reynslu„Í dag er ég bara atvinnulaus en mig langar að finna mér eitthvað að gera og þá sérstaklega þegar kemur að því að herma eftir þekktum karakterum. Kannski reyni ég að fá mér umboðsmann,“ segir hann bjartsýnn á framhaldið.Spurður út í námið og atvinnu svarar Jón: „Ég hef ekki mikið verið í skóla. Ég kláraði grunnskóla og hef tekið námskeið hjá Mími. Ég vann til dæmis í Fjölsmiðjunni fyrir fjórum árum og í Bónus á meðan ég var í grunnskóla en það var dálitið erfið upplifun að fara í gegnum grunnskólann með ADHD en ég hef ekki þorað að fara í skóla eftir þá reynslu.“ Fékkstu stuðning í skólanum? „Nei, engan svakalegan. Maður var bara kallaður tossi og settur í sérdeild sem gerði hluti vandræðalega en ég er úr Breiðholtinu. Ég var í Fellaskóla. Þetta var bara venjuleg sérdeild með erfiða fólkinu þar sem því var safnað saman. Það var bara niðurlægjandi. Að vera öðruvísi og settur fyrir neðan almenna nemendur,„segir þessi hæfileikaríki maður reynslunni ríkari.„Þetta eru ótvíræðir hæfileikar,“ sagði Bubbi sem kunni að meta Jón Pál eins og margir áhorfendur heima í stofu. Hér má sjá frammistöðu Jóns á laugardaginn var:
Ísland Got Talent Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira