Óvæntur sigur Mayer í bruninu | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. febrúar 2014 08:30 Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81 Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Austurríkismaðurinn Matthias Mayer vann í morgun heldur óvænt gullverðlaun í bruni karla í fyrstu keppninni í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí. Mayer er 23 ára gamall og hefur aldrei unnið sigur á heimsbikarmótaröðinni. Hann á tvenn silfurverðlaun í risasvigi sem hefur verið hans sterkasta grein en Mayer var aðeins í 25. sæti í stigakeppninni í bruni fyrir leikana. Hann náði þó að setja saman frábæra ferð í brautinni í Sotsjí sem reyndist mörgum erfið í dag, þó svo að langflestir hafi náð að klára. Fáir komust þó í gegnum strembinn millikafla vandræðalaust en þar gerðu sigurstranglegustu keppendurnir - Bode Miller frá Bandaríkjunum og Norðmaðurinn Aksel Lund Svindal - dýrkeypt mistök.Christof Innerhofer frá Ítalíu varð annar, aðeins 0,06 sekúndum á eftir Mayer. Innerhofer fagnaði niðurstöðunni vel og innilega en hann hefur unnið þrjár brunkeppnir í heimsbikarnum í vetur. Norðmaðurinn Kjetil Jansrud náði svo þriðja sæti og vann þar með sín önnur verðlaun á Ólympíuleikum. Jansrud varð annar í stórsvigi á leikunum í Vancouver fyrir tveimur árum.Miller gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hann kom í mark.Vísir/Getty Keppnin í morgun byrjaði með því að Svisslendingurinn Carlo Janka gaf snemma tóninn með góðri ferð og var í forystu þar til Bandaríkjamaðurinn Travis Ganong og síðar Jansrud frá Noregi náðu betri tíma. Mayer, sem var ellefti í rásröðinni, gerði þó fá mistök í sinni ferð og sló við Jansrud með því að skila sér niður á 2:06,23 mínútum. Sigurstranglegustu keppendurnir, Miller og Svindal, voru þó eftir og var Jansrud létt þegar hann sá Bandaríkjamanninn Miller gera nokkur mistök um miðja braut. Miller, sem er fimmfaldur verðlaunahafi á Ólympíuleikum og átti besta æfingatíma gærdagsins, hafði náð betri millitímum en Mayer í efri hluta brautarinnar en gaf svo eftir. Svindal, sem er stigahæstur í heimsbikarnum í bruni sem stendur, byrjaði rólega í sinni ferð og komst heldur ekki í gegnum miðkaflann án mistaka. Hann vann þó á á lokakaflanum sem dugði til að ná þriðja sætinu, á eftir Jansrud. Aðeins nokkrum mínútum síðar varð ljóst að Svindal myndi ekki ná verðlaunasæti. Innerhofer, sem var 20. í rásröðinni, náði frábærri ferð og skilaði sér niður á örlítið lakari tíma en Mayer - 2:06,29 mínútum.Didier Defago, ríkjandi Ólympíumeistari í greininni, byrjaði vel en gerði einnig mistök á erfiðum millikafla og endaði í fjórtánda sæti. Svo fór að Svindal endaði í fjórða sætinu en Miller, sem gat ekki leynt vonbrigðum sínum með niðurstöðuna, varð áttundi. Þess má geta að faðir Mayer, Helmut, vann silfurverðlaun í risasvigi á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988. Matthias fæddist tveimur árum síðar. Úrslitin: 1. Matthias Mayer, Austurríki 2:06,23 mín. 2. Christof Innerhofer, Ítalíu +0,06 3. Kjetil Jansrud, Noregi +0,10 4. Aksel Lund Svindal, Noregi +0,29 5. Travis Ganong, Bandaríkjunum +0,41 6. Carlo Janka, Sviss +0,48 7. Peter Fill, Ítalíu +0,49 8. Bode Miller, Bandaríkjunum +0,52 9. Max Franz, Austurríki +0,80 10. Erik Guay, Kanada +0,81
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Tengdar fréttir Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Bein útsending frá Ólympíuleikunum 2014 | Dagur 2 Vísir er með beina útsendingu frá keppni á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi en annar keppnisdagur leikanna er í dag. 9. febrúar 2014 06:30