Yfirlýsing frá meistaraflokki Þórs: „Enginn okkar veðjaði á umræddan leik“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. janúar 2014 12:05 Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði meistaraflokks, vísar öllum ásökunum um veðmál á bug. vísir/vilhelm Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Akureyri vikublaðs þar sem sagt er frá vísbendingum um að sumir leikmannanna hafi veðjað á leik sem þeir sjálfur tóku þátt í gegn Dalvík þann 13. janúar.Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði meistaraflokks, skrifar fyrir hönd leikmannanna og vísar hann öllum ásökunum um veðmál á bug. „Alvarlegar ásakanir voru bornar á mig og mína liðsmenn í gær í frétt Akureyri vikublaðs. Til þess að svara þessum orðrómi sem af því er virðist heimildarlaus slúðurfrétt staðfesti ég fyrir hönd allra leikmanna Þórs sem voru á leikskýrslu í umræddum leik við uppeldisfélag mitt Dalvík/Reyni að enginn okkar veðjaði á umræddan leik, hvort sem um úrslit eða önnur atvik leiksins ræðir.“ Í yfirlýsingunni segir Sveinn meistaraflokk leggja sig fram við að stunda íþróttina af kappi og standa sig vel, vera yngri iðkenndum góðar fyrirmyndir og vera félaginu og stuðningsmönnum þess til sóma. Fréttin hafi borið mikinn skugga á það. „Ég vil miðla til fjölmiðla að vanda vinnubrögð sín og hafa staðfestar heimildir fyrir fréttum sem birtar eru í þessum anda, sem virðast aðeins til þess fallnar að mynda fyrirsagnir og hneyksla almenning.“Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Gunnar Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. „Það er ekki víst hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað í þessu tilviki. Þetta er í raun meira spurning um siðleysi og ekki ljóst hvort einhver lög hafi verið brotin," sagði varðstjórinn. Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 „Ekki endilega ólöglegt en örugglega siðlaust“ Yfirmaður rannsóknardeildarinnar á Akureyri staðfesti við fréttastofu að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar í meintu veðmálabraski leikmanna Þórs og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. 30. janúar 2014 10:49 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Leikmenn meistaraflokks Þórs í knattspyrnu hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Akureyri vikublaðs þar sem sagt er frá vísbendingum um að sumir leikmannanna hafi veðjað á leik sem þeir sjálfur tóku þátt í gegn Dalvík þann 13. janúar.Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði meistaraflokks, skrifar fyrir hönd leikmannanna og vísar hann öllum ásökunum um veðmál á bug. „Alvarlegar ásakanir voru bornar á mig og mína liðsmenn í gær í frétt Akureyri vikublaðs. Til þess að svara þessum orðrómi sem af því er virðist heimildarlaus slúðurfrétt staðfesti ég fyrir hönd allra leikmanna Þórs sem voru á leikskýrslu í umræddum leik við uppeldisfélag mitt Dalvík/Reyni að enginn okkar veðjaði á umræddan leik, hvort sem um úrslit eða önnur atvik leiksins ræðir.“ Í yfirlýsingunni segir Sveinn meistaraflokk leggja sig fram við að stunda íþróttina af kappi og standa sig vel, vera yngri iðkenndum góðar fyrirmyndir og vera félaginu og stuðningsmönnum þess til sóma. Fréttin hafi borið mikinn skugga á það. „Ég vil miðla til fjölmiðla að vanda vinnubrögð sín og hafa staðfestar heimildir fyrir fréttum sem birtar eru í þessum anda, sem virðast aðeins til þess fallnar að mynda fyrirsagnir og hneyksla almenning.“Í samtali við Vísi í morgun staðfesti Gunnar Jóhannsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri, að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. „Það er ekki víst hvort eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað í þessu tilviki. Þetta er í raun meira spurning um siðleysi og ekki ljóst hvort einhver lög hafi verið brotin," sagði varðstjórinn.
Tengdar fréttir Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55 „Ekki endilega ólöglegt en örugglega siðlaust“ Yfirmaður rannsóknardeildarinnar á Akureyri staðfesti við fréttastofu að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar í meintu veðmálabraski leikmanna Þórs og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. 30. janúar 2014 10:49 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu. 29. janúar 2014 20:55
„Ekki endilega ólöglegt en örugglega siðlaust“ Yfirmaður rannsóknardeildarinnar á Akureyri staðfesti við fréttastofu að enginn kæra hefði borist inn á borð lögreglunnar í meintu veðmálabraski leikmanna Þórs og því yrði ekkert aðhafst í málinu að svo stöddu. 30. janúar 2014 10:49