Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 25-23 | Framarar sterkir á lokakaflanum Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2014 19:00 Vísir/Daníel Fram stakk sér upp í annað sætið í Olís-deild karla með sigri á FH, 25-23. Öflug markvarsla og góður síðari hálfleikur var lykillinn að sigri Fram. Liðin skiptust á að skora í byrjun en FH-ingar voru sterkari þegar leið á fyrri hálfleikinn með Magnús Óla fremstan í flokki. Framarar voru aldrei langt undan, en mest náði FH þriggja marka forystu. Gestirnir leiddu svo í hálfleik, 12-10. Í síðari hálfleikinn snerist taflið við. Framarar mættu dýrvitlausir og Stephen Nielsen varði og varði í markinu. Þeir breyttu stöðunni úr 12-14, í 17-15 og eftir það var ekki aftur snúið. Mest náðu heimamenn fjögurra marka forystu, 23-19. Lokatölur urðu svo 25-23, en FH-ingar náðu að minnka muninn í tvö mörk undir lokin en komust ekki nær. Framarar spiluðu leikinn vel. Fundu Garðar vel á línunni, Stefán Darri var ógnandi og Sigfús Páll býr alltaf til pláss og svæði. Stephen svo magnaður í markinu. Í FH-liðinu vantaði meiri ógn í sóknarleikinn í síðari hálfleik. Magnús Óli dró vagninn framan af, en þegar hann datt niður náðu ekki aðrir að stíga upp. Vandamál sem Einar Andri og Elvar, þjálfarar FH, þurfa að leysa. Garðar B. Sigurjónsson átti virkilega góðan dag fyrir Fram og skoraði níu mörk. Stephen Nielsen var þó maður leiksins, en hann varði 18 skot í markinu. Hjá FH var það Magnús Óli Magnússon sem var langatkvæðamestur með átta mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði vel í fyrri hálfleik, en datt aðeins niður í þeim síðari sem og allt liðið.Guðlaugur: Maður vill alltaf hafa sterkan heimavöll ,,Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og við vorum að sýna karakter allan leikinn. Við vorum að tapa of mörgum boltum í fyrri hálfleik, en við börðumst allan tímann og Stephen var flottur fyrir aftan," sagði Guðlaugur við Vísi eftir leik. ,,Ég verð að hrósa Arnari Frey sem kom inn í vörnina hjá okkur. Þetta er þriðja flokks strákur og hann stóð sig mjög vel. Karakterin og vinnusemin voru til fyrirmyndar í dag." ,,Klisjan er varnarleikur og markvarsla. Það stóð virkilega með okkur í dag. Líka þegar við náðum ró sóknarlega, þá fannst mér við fá gott flot á boltann og náðum að opna vörnina hjá þeim vel. Ég er því bara ánægður með flest allt i dag." Fram hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur og segir Guðlaugur að það sé frábært. ,,Það er gaman að því að vera taplausir á heimavelli og vonandi höldum við því áfram. Maður vill alltaf hafa sterkan heimavöll, maður vill alltaf að félögin séu hrædd við að koma." ,,Við erum í þeirri stöðu að við þurfum að hafa rosalega fyrir hverjum einasta leik. Ef við erum tilbúnir að mæta rétt stemmdir í hvern einasta leik þá getum við náð úrslitunum með okkur og við höfum sýnt það í vetur. Við höldum bara áfram að bæta okkur og mæta tilbúnir að fórna öllu gjörsamlega í verkefnið, þetta snýst um það," sagði Guðlaugur að lokum.Einar Andri: Fannst við molna of auðveldlega ,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera góður, bæði í sókn og vörn. Mikið af skotfærum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik myndi ég segja að við myndum skjóta okkur út úr leiknum," sagði Einar Andri við Vísi í leikslok. ,,Við erum með 25 skotfeila, en bara 7 tæknifeila sem er bara mjög gott - en skotfeilarnir eru alltof margir. Ákvarðanatakan í skotunum og hvernig við klárum sóknirnar með skotum, bæði í dauða- og ekki dauðafærum, er ekki ásættanlegt. Við fengum smá mótlæti og komum þarna einu sinni til baka, en mér fannst molna of auðveldlega undan okkur." Magnús Óli dró FH-lestina í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks, en vantaði í síðari hálfleik að aðrir myndu stíga upp og taka á skarið. ,,Já það er hárrétt, það voru ekki nógu margir að skila til þess að við gætum klárað þennan leik. Flotið á sókninni var ekki nógu gott, við vorum oft komnir með tvo í okkur og náum ekki að losa og tökum skot í þeirri stöðu. Varnarleikurinn varð verri eftir því sem líða fór á leikinn." ,,Það er vont að vera ekki með lykilmenn í vörn eins og Andra (Berg) og Sigga (Sigurð Ágústsson) og Ragnar er nátturlega bara koma inn. Það er skarð fyrir skyldi." Einar Andri er þó bjartsýnn á framhaldið, en þetta var fyrsti leikur eftir landsliðspásuna. ,,Ég er bjartsýnn á framhaldið. Við verðum að líta á hlutina í samhengi og erum búnir að missa mikið af leikmönnum út. Náttulega markmanninn og okkar besta varnarmann, en við förum bara í hvern leik í einu og reynum að kreista stig út úr hverjum leik. Við sjáum svo hvað það skilar okkur," sagði Einar Andri að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Fram stakk sér upp í annað sætið í Olís-deild karla með sigri á FH, 25-23. Öflug markvarsla og góður síðari hálfleikur var lykillinn að sigri Fram. Liðin skiptust á að skora í byrjun en FH-ingar voru sterkari þegar leið á fyrri hálfleikinn með Magnús Óla fremstan í flokki. Framarar voru aldrei langt undan, en mest náði FH þriggja marka forystu. Gestirnir leiddu svo í hálfleik, 12-10. Í síðari hálfleikinn snerist taflið við. Framarar mættu dýrvitlausir og Stephen Nielsen varði og varði í markinu. Þeir breyttu stöðunni úr 12-14, í 17-15 og eftir það var ekki aftur snúið. Mest náðu heimamenn fjögurra marka forystu, 23-19. Lokatölur urðu svo 25-23, en FH-ingar náðu að minnka muninn í tvö mörk undir lokin en komust ekki nær. Framarar spiluðu leikinn vel. Fundu Garðar vel á línunni, Stefán Darri var ógnandi og Sigfús Páll býr alltaf til pláss og svæði. Stephen svo magnaður í markinu. Í FH-liðinu vantaði meiri ógn í sóknarleikinn í síðari hálfleik. Magnús Óli dró vagninn framan af, en þegar hann datt niður náðu ekki aðrir að stíga upp. Vandamál sem Einar Andri og Elvar, þjálfarar FH, þurfa að leysa. Garðar B. Sigurjónsson átti virkilega góðan dag fyrir Fram og skoraði níu mörk. Stephen Nielsen var þó maður leiksins, en hann varði 18 skot í markinu. Hjá FH var það Magnús Óli Magnússon sem var langatkvæðamestur með átta mörk. Ágúst Elí Björgvinsson varði vel í fyrri hálfleik, en datt aðeins niður í þeim síðari sem og allt liðið.Guðlaugur: Maður vill alltaf hafa sterkan heimavöll ,,Ég er gríðarlega ánægður með liðsheildina og við vorum að sýna karakter allan leikinn. Við vorum að tapa of mörgum boltum í fyrri hálfleik, en við börðumst allan tímann og Stephen var flottur fyrir aftan," sagði Guðlaugur við Vísi eftir leik. ,,Ég verð að hrósa Arnari Frey sem kom inn í vörnina hjá okkur. Þetta er þriðja flokks strákur og hann stóð sig mjög vel. Karakterin og vinnusemin voru til fyrirmyndar í dag." ,,Klisjan er varnarleikur og markvarsla. Það stóð virkilega með okkur í dag. Líka þegar við náðum ró sóknarlega, þá fannst mér við fá gott flot á boltann og náðum að opna vörnina hjá þeim vel. Ég er því bara ánægður með flest allt i dag." Fram hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur og segir Guðlaugur að það sé frábært. ,,Það er gaman að því að vera taplausir á heimavelli og vonandi höldum við því áfram. Maður vill alltaf hafa sterkan heimavöll, maður vill alltaf að félögin séu hrædd við að koma." ,,Við erum í þeirri stöðu að við þurfum að hafa rosalega fyrir hverjum einasta leik. Ef við erum tilbúnir að mæta rétt stemmdir í hvern einasta leik þá getum við náð úrslitunum með okkur og við höfum sýnt það í vetur. Við höldum bara áfram að bæta okkur og mæta tilbúnir að fórna öllu gjörsamlega í verkefnið, þetta snýst um það," sagði Guðlaugur að lokum.Einar Andri: Fannst við molna of auðveldlega ,,Mér fannst fyrri hálfleikurinn vera góður, bæði í sókn og vörn. Mikið af skotfærum í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik myndi ég segja að við myndum skjóta okkur út úr leiknum," sagði Einar Andri við Vísi í leikslok. ,,Við erum með 25 skotfeila, en bara 7 tæknifeila sem er bara mjög gott - en skotfeilarnir eru alltof margir. Ákvarðanatakan í skotunum og hvernig við klárum sóknirnar með skotum, bæði í dauða- og ekki dauðafærum, er ekki ásættanlegt. Við fengum smá mótlæti og komum þarna einu sinni til baka, en mér fannst molna of auðveldlega undan okkur." Magnús Óli dró FH-lestina í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks, en vantaði í síðari hálfleik að aðrir myndu stíga upp og taka á skarið. ,,Já það er hárrétt, það voru ekki nógu margir að skila til þess að við gætum klárað þennan leik. Flotið á sókninni var ekki nógu gott, við vorum oft komnir með tvo í okkur og náum ekki að losa og tökum skot í þeirri stöðu. Varnarleikurinn varð verri eftir því sem líða fór á leikinn." ,,Það er vont að vera ekki með lykilmenn í vörn eins og Andra (Berg) og Sigga (Sigurð Ágústsson) og Ragnar er nátturlega bara koma inn. Það er skarð fyrir skyldi." Einar Andri er þó bjartsýnn á framhaldið, en þetta var fyrsti leikur eftir landsliðspásuna. ,,Ég er bjartsýnn á framhaldið. Við verðum að líta á hlutina í samhengi og erum búnir að missa mikið af leikmönnum út. Náttulega markmanninn og okkar besta varnarmann, en við förum bara í hvern leik í einu og reynum að kreista stig út úr hverjum leik. Við sjáum svo hvað það skilar okkur," sagði Einar Andri að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Stóri Sam segist iðrast gjörða sinna Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 3-2 | Gary Martin tók Gullskóinn Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn