Seahawks-liðið fékk óvenjulegan stuðning í háloftunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2014 23:30 Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið. Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York. Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan. Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum. Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd. Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér. Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland..@Seahawks 747-8 lands after drawing a perfect 12. Thanks to FlightAware for this image: https://t.co/JWWe4EHpHZ#GoHawks#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 31, 2014Hello Seattle! @Seahawks 747-8 flies over the Jet City to salute all the 12s. Photo: https://t.co/9zvmrFhdHs#GoHawks#SB48#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 30, 2014 NFL Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Sjá meira
Boeing flugvélaverksmiðjan sýndi stuðning sinn við Seattle Seahawks liðið með sérstökum hætti í vikunni þegar hún lét flugvél í reynsluflugi fljúga afar táknræna flugleið. Seattle Seahawks og Denver Broncos mætast í úrslitaleik NFL-deildarinnar, Super Bowl, á sunnudagskvöldið en leikurinn fer að þessu sinni fram á MetLife-leikvanginum í New York. Flugvélin sem var a sjálfsögðu merkt Seahawks í bak og fyrir flaug yfir Washintgon-ríkinu og myndaði flugleiðina tólf eins og sjá má á radarmyndinni hér fyrir neðan. Stuðningsmenn Seattle Seahawks eru taldir vera þeir háværustu í deildinni og þar á bæ er mikið talað um tólfta manninn en ellefu leikmenn eru inn á hjá hvoru liði í ameríska fótboltanum. Seahawks-flugvélin flaug því í 12 yfir Washintgon-ríki en flugleiðin var alls 241 kílómetri á lengd. Þetta var ekki algjör peningaeyðsla því Boeing flugvélaverksmiðjan þarf alltaf að reynslu fljúga vélum sínum áður en hún sendir þær frá sér. Hér fyrir neðan má sjá tvö skilaboð Boeing flugvélaverksmiðjunnar á twitter-síðu sinni. Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland..@Seahawks 747-8 lands after drawing a perfect 12. Thanks to FlightAware for this image: https://t.co/JWWe4EHpHZ#GoHawks#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 31, 2014Hello Seattle! @Seahawks 747-8 flies over the Jet City to salute all the 12s. Photo: https://t.co/9zvmrFhdHs#GoHawks#SB48#Boeing — Boeing Airplanes (@BoeingAirplanes) January 30, 2014
NFL Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Sjá meira