Mun Chevrolet auglýsa áfram á Manchester United? Finnur Thorlacius skrifar 21. janúar 2014 10:45 Chevrolet Corvette Stingray. Árið 2012 skrifaði Chevrolet uppá risaauglýsingasamning við knattspyrnulið Manchester United sem var til 7 ára og kostar fyrirtækið 65 milljarða króna. Sá samningur hlýtur að vera í nokkru uppnámi í ljósi þess að Chevrolet mun draga bíla sína af markaði í Evrópu í lok næsta árs. Enn hefur þó ekki verið neinu rift milli Chevrolet og Man. Utd. Forsvarsmenn Chevrolet benda á að áhangendur Manchester United sé að mestu utan Evrópu og því skipti brotthvarf Chevrolet þar ekki svo miklu máli. Chevrolet selur bíla sín á flestum öðrum markaðssvæðum. Af 659 milljón aðdáenda Manchester United er helmingur þeirra í Asíu og 108 milljónir þeirra í Kína. Aðrir 173 milljón aðdáendur eru í miðausturlöndum og Afríku, 71 milljón í Ameríkuheimsálfunum, en aðeins 90 milljónir í Evrópu. Í þessu ljósi skiptir ef til vill ekki svo miklu máli að Chevrolet dragi sig frá sölu bíla í Evrópu. Það skiptir kannski meira máli hvernig gengi Manchester liðsins er á þessu tímabili, en gengi liðsins hefur ekki verið svo slakt í mörg ár. Enginn vill jú binda sig við fallandi stjörnur en tímbilið er ekki úti og aldrei að vita hvort Eyjólfur hressist ekki. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Árið 2012 skrifaði Chevrolet uppá risaauglýsingasamning við knattspyrnulið Manchester United sem var til 7 ára og kostar fyrirtækið 65 milljarða króna. Sá samningur hlýtur að vera í nokkru uppnámi í ljósi þess að Chevrolet mun draga bíla sína af markaði í Evrópu í lok næsta árs. Enn hefur þó ekki verið neinu rift milli Chevrolet og Man. Utd. Forsvarsmenn Chevrolet benda á að áhangendur Manchester United sé að mestu utan Evrópu og því skipti brotthvarf Chevrolet þar ekki svo miklu máli. Chevrolet selur bíla sín á flestum öðrum markaðssvæðum. Af 659 milljón aðdáenda Manchester United er helmingur þeirra í Asíu og 108 milljónir þeirra í Kína. Aðrir 173 milljón aðdáendur eru í miðausturlöndum og Afríku, 71 milljón í Ameríkuheimsálfunum, en aðeins 90 milljónir í Evrópu. Í þessu ljósi skiptir ef til vill ekki svo miklu máli að Chevrolet dragi sig frá sölu bíla í Evrópu. Það skiptir kannski meira máli hvernig gengi Manchester liðsins er á þessu tímabili, en gengi liðsins hefur ekki verið svo slakt í mörg ár. Enginn vill jú binda sig við fallandi stjörnur en tímbilið er ekki úti og aldrei að vita hvort Eyjólfur hressist ekki.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent