Aron: Búnir að nýta liðið vel í mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2014 17:07 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Daníel Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik. „Það var virkilega sætt að vinna þennan leik. Við vorum að spila á mörgum óreyndari leikmönnum og þeir stóðu sig vel," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins. Menn sem hafa ekki verið í lykilhlutverki á mótinu voru að spila vel í sigrinum á Pólverjum. Þetta eru strákar eins og Gunnar Steinn Jónsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og fleiri. Einar Örn spurði Aron út í þá. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá þeim. Mér finnst við búnir að nýta liðið vel í mótinu og menn hafa vaxið með aukinni ábyrgð. Það er virkilega gott upp á framhaldið því menn þurfa að spila til að fá aukna reynslu," sagði Aron. „Fimmta sætið í þessari keppni miðað við öll þau vandamál sem við glímdum við fyrir mótið sé frábær niðurstaða," sagði Aron. Hvað er Aron ánægðastur með á mótinu? „Ég er fyrst og fremst ánægður með einbeitinguna og framlagið frá strákunum alla keppnina. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og líka í aðdraganda mótsins þar sem menn voru að vinna í sínum málum. Við náðum alltaf að bæta okkar leik, bæði fyrir móti og svo í mótinu," sagði Aron. „Það detta mikilvægir leikmenn út hjá okkur eftir riðlakeppnina og svo Aron Pálmars þegar fór að líða á milliriðilinn. Þá er frábært að þessi yngri skuli stíga fram. Auðvitað fengum við á kjaftinn á móti Dönum en það var leikur sem skipti okkur ekki mestu máli. Það var aðalatriðið að vera með menn klára í leiknum í dag til að geta unnið hann og það tókst," sagði Aron. EM 2014 karla Tengdar fréttir Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50 Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik. „Það var virkilega sætt að vinna þennan leik. Við vorum að spila á mörgum óreyndari leikmönnum og þeir stóðu sig vel," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins. Menn sem hafa ekki verið í lykilhlutverki á mótinu voru að spila vel í sigrinum á Pólverjum. Þetta eru strákar eins og Gunnar Steinn Jónsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og fleiri. Einar Örn spurði Aron út í þá. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá þeim. Mér finnst við búnir að nýta liðið vel í mótinu og menn hafa vaxið með aukinni ábyrgð. Það er virkilega gott upp á framhaldið því menn þurfa að spila til að fá aukna reynslu," sagði Aron. „Fimmta sætið í þessari keppni miðað við öll þau vandamál sem við glímdum við fyrir mótið sé frábær niðurstaða," sagði Aron. Hvað er Aron ánægðastur með á mótinu? „Ég er fyrst og fremst ánægður með einbeitinguna og framlagið frá strákunum alla keppnina. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og líka í aðdraganda mótsins þar sem menn voru að vinna í sínum málum. Við náðum alltaf að bæta okkar leik, bæði fyrir móti og svo í mótinu," sagði Aron. „Það detta mikilvægir leikmenn út hjá okkur eftir riðlakeppnina og svo Aron Pálmars þegar fór að líða á milliriðilinn. Þá er frábært að þessi yngri skuli stíga fram. Auðvitað fengum við á kjaftinn á móti Dönum en það var leikur sem skipti okkur ekki mestu máli. Það var aðalatriðið að vera með menn klára í leiknum í dag til að geta unnið hann og það tókst," sagði Aron.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50 Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50
Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05