Aron: Búnir að nýta liðið vel í mótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2014 17:07 Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Vísir/Daníel Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik. „Það var virkilega sætt að vinna þennan leik. Við vorum að spila á mörgum óreyndari leikmönnum og þeir stóðu sig vel," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins. Menn sem hafa ekki verið í lykilhlutverki á mótinu voru að spila vel í sigrinum á Pólverjum. Þetta eru strákar eins og Gunnar Steinn Jónsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og fleiri. Einar Örn spurði Aron út í þá. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá þeim. Mér finnst við búnir að nýta liðið vel í mótinu og menn hafa vaxið með aukinni ábyrgð. Það er virkilega gott upp á framhaldið því menn þurfa að spila til að fá aukna reynslu," sagði Aron. „Fimmta sætið í þessari keppni miðað við öll þau vandamál sem við glímdum við fyrir mótið sé frábær niðurstaða," sagði Aron. Hvað er Aron ánægðastur með á mótinu? „Ég er fyrst og fremst ánægður með einbeitinguna og framlagið frá strákunum alla keppnina. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og líka í aðdraganda mótsins þar sem menn voru að vinna í sínum málum. Við náðum alltaf að bæta okkar leik, bæði fyrir móti og svo í mótinu," sagði Aron. „Það detta mikilvægir leikmenn út hjá okkur eftir riðlakeppnina og svo Aron Pálmars þegar fór að líða á milliriðilinn. Þá er frábært að þessi yngri skuli stíga fram. Auðvitað fengum við á kjaftinn á móti Dönum en það var leikur sem skipti okkur ekki mestu máli. Það var aðalatriðið að vera með menn klára í leiknum í dag til að geta unnið hann og það tókst," sagði Aron. EM 2014 karla Tengdar fréttir Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50 Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var mjög ánægður eftir glæsilegan sigur á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Íslenska liðið tryggði sér sigurinn með mjög góðum seinni hálfleik. „Það var virkilega sætt að vinna þennan leik. Við vorum að spila á mörgum óreyndari leikmönnum og þeir stóðu sig vel," sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í viðtali við Einar Örn Jónsson í útsendingu í Sjónvarpsins. Menn sem hafa ekki verið í lykilhlutverki á mótinu voru að spila vel í sigrinum á Pólverjum. Þetta eru strákar eins og Gunnar Steinn Jónsson, Aron Rafn Eðvarðsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og fleiri. Einar Örn spurði Aron út í þá. „Þetta var virkilega góð frammistaða hjá þeim. Mér finnst við búnir að nýta liðið vel í mótinu og menn hafa vaxið með aukinni ábyrgð. Það er virkilega gott upp á framhaldið því menn þurfa að spila til að fá aukna reynslu," sagði Aron. „Fimmta sætið í þessari keppni miðað við öll þau vandamál sem við glímdum við fyrir mótið sé frábær niðurstaða," sagði Aron. Hvað er Aron ánægðastur með á mótinu? „Ég er fyrst og fremst ánægður með einbeitinguna og framlagið frá strákunum alla keppnina. Menn eru búnir að leggja mikið á sig og líka í aðdraganda mótsins þar sem menn voru að vinna í sínum málum. Við náðum alltaf að bæta okkar leik, bæði fyrir móti og svo í mótinu," sagði Aron. „Það detta mikilvægir leikmenn út hjá okkur eftir riðlakeppnina og svo Aron Pálmars þegar fór að líða á milliriðilinn. Þá er frábært að þessi yngri skuli stíga fram. Auðvitað fengum við á kjaftinn á móti Dönum en það var leikur sem skipti okkur ekki mestu máli. Það var aðalatriðið að vera með menn klára í leiknum í dag til að geta unnið hann og það tókst," sagði Aron.
EM 2014 karla Tengdar fréttir Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50 Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Rúnar Kára: Ég var heitur og þá er auðveldara að skjóta á markið Rúnar Kárason skoraði sigurmark íslenska handboltalandsliðsins í kvöld í sigrinum á Pólverjum í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu í Danmörku. Markið skoraði örvhenta skyttan með einu af mörgum þrumuskotum sínum í leiknum. 24. janúar 2014 16:50
Umfjöllun: Ísland - Pólland 28-27 | Hetjuleg frammistaða skilaði fimmta sætinu Ísland vann dramatískan sigur á Póllandi í lokaleik sínum á EM í handbolta en Rúnar Kárason skoraði sigurmark Íslands þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka. 24. janúar 2014 12:05