Skrímslahamurinn á samning hjá Skittles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2014 18:15 Lynch hleypur með boltann. Vísir/Getty Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland. NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Marshawn Lynch, hlaupari Seattle Seahawks, hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Skittles-sælgætisins og er nú kominn á samning hjá framleiðandanum. Lynch er einn öflugasti hlaupari deildarinnar og verður í lykilhlutverki þegar að lið hans mætir Denver Broncos í Super Bowl á sunnudagskvöld. Hann gengur undir nafinu „Beast Mode“ enda þekktur fyrir að standa hverja tæklinguna á fætur annarri af sér. Móðir hans byrjaði að gefa honum Skittles þegar Lynch byrjaði að spila sem strákur og kallaði þá „orkumola“. Og nú í hvert sinn sem Lynch skorar snertimark láta áhorfendur rigna Skittles-molum yfir kappann. Slíkur er áhuginn í Seattle að sælgætið hefur klárast í verslunum þar í borg þegar Seahawks á heimaleiki.Golden Tate, liðsfélagi Lynch, fær sér Skittles í tilefni af snertimarki Lynch. Framleiðandi sælgætisins vill leggja sitt af mörkum og mun gefa tíu þúsund dali í góðgerðarmál fyrir hvert snertimark sem hann skorar gegn Denver um helgina. Þetta er í fyrsta sinn sem að framleiðandinn gerir samning við íþróttamann. Í tilefni af þessu hefur Skittles gefið út sérstaka Seattle-útgáfu af namminu en slíkir pokar innihalda aðeins bláa og græna mola en það eru litir Seahawks-liðsins. Sérfræðingar vestanhafs telja að Skittles gæti grætt tæpar 600 milljónir króna á því einu að vera með Lynch í Super Bowl.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
NFL Tengdar fréttir Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00 Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03 Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18 Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Sjá meira
Goðsagnir mætast í NFL í kvöld Það ræðst í kvöld hvaða tvö lið munu leika til úrslita í NFL-deildinni þetta árið en þá fara úrslitaleikir NFC- og AFC-deildanna fram. 19. janúar 2014 07:00
Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. 20. janúar 2014 08:03
Sektaður um sex milljónir fyrir að þegja Algengt er að íþróttamenn séu sektaðir fyrir að láta óviðeigandi orð falla. Þannig fór ekki fyrir Marshawn Lynch. 6. janúar 2014 20:18
Jörðin skalf þegar Lynch skoraði snertimark Jarðskjálftafræðingar vestanhafs telja að áhorfendur á leik Seattle Seahawks og New Orleans Saints hafi framkallað smávægilegan jarðskjálfta á leik liðanna í úrslitakeppninni í NFL-deildinni á laugardaginn. 13. janúar 2014 23:30