Sex mánuðir breyttust í þrjá hjá Dóra Braga og Mugison Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2014 15:47 Mugison telur þetta snautlegt en Dóri Braga er alsæll með sína þrjá mánuði. vísir/stefán/vilhelm Í fréttatilkynningu um listamannalaun, sem send var í gær, 13. janúar 2014, er ranglega sagt að Örn Elías Guðmundsson (Mugison) og Halldór Snorri Bragason hafi fengið úthlutað 6 mánaða launum úr launasjóði tónlistarflytjenda auk 3 mánaða launa úr launasjóði tónskálda. Hið rétta er að Örn Elías og Halldór fengu úthlutað 3 mánaða launum úr launasjóði tónskálda. Það er Birna Þórðardóttir sem sendi þessa tilkynningu á fjölmiðla fyrir hönd stjórnar listamannalauna: „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og þess óskað að leiðrétting komi fram þar sem það á við. Sér í lagi eru Örn Elías og Halldór beðnir afsökunar á mistökunum og þeim leiðindum er þau hafa valdið,“ segir Birna. „Já, það er þá minna bensín á tanknum. Ég ætlaði að fara yfir 25 ára feril Vina Dóra og taka nýtt efni upp en það verður eitthvað minna úr því en til stóð. Þetta var mjög ánægjulegt í gær eða allt þangað til þessi hringing kom í dag. Smá blús í þessu. Mugison ætlar að nota þetta í sálfræðimeðferð,“ segir Dóri Braga – og er furðu léttur þrátt fyrir þessi vonbrigði. „Maður er þakklátur fyrir að fá eitthvað. Ég er jákvæður. Ég var svo glaður og undrandi að fá þetta að ég er ekkert að láta þetta slá mig út af laginu. Þrír mánuðir. Það er fínt. Það er æðislegt, heiður og viðurkenning á okkar störfum í blúsnum,“ segir Dóri sem sér nú fram á að vera fyllilega gildur limur í golfmóti listamanna. Mugison er ekki alveg eins léttur og segist sjúklega bitur í bragði í viðtali við bb.is. Hann sótti um 18 til 36 mánuða laun til að vinna að trílógíu, unna á mírstrúment-hljóðfærið saem er hans hugarfóstur. „Ég skil ekki fyrir hvað ég er að fá þetta. Fyrir fyrsta lagið á fyrstu plötunni? Og hvernig skila ég inn framvinduskýrslu fyrir þriggja ára verk þegar ég fæ einungis laun í þrjá mánuði? Það hefði kannski bara verið betra að fá höfnun og kannski afsala ég mér þessum launum. Allavega sé ég mér ekki fært að fara í trílógíuna núna,“ segir Mugison sársvekktur. Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Í fréttatilkynningu um listamannalaun, sem send var í gær, 13. janúar 2014, er ranglega sagt að Örn Elías Guðmundsson (Mugison) og Halldór Snorri Bragason hafi fengið úthlutað 6 mánaða launum úr launasjóði tónlistarflytjenda auk 3 mánaða launa úr launasjóði tónskálda. Hið rétta er að Örn Elías og Halldór fengu úthlutað 3 mánaða launum úr launasjóði tónskálda. Það er Birna Þórðardóttir sem sendi þessa tilkynningu á fjölmiðla fyrir hönd stjórnar listamannalauna: „Beðist er velvirðingar á þessum mistökum og þess óskað að leiðrétting komi fram þar sem það á við. Sér í lagi eru Örn Elías og Halldór beðnir afsökunar á mistökunum og þeim leiðindum er þau hafa valdið,“ segir Birna. „Já, það er þá minna bensín á tanknum. Ég ætlaði að fara yfir 25 ára feril Vina Dóra og taka nýtt efni upp en það verður eitthvað minna úr því en til stóð. Þetta var mjög ánægjulegt í gær eða allt þangað til þessi hringing kom í dag. Smá blús í þessu. Mugison ætlar að nota þetta í sálfræðimeðferð,“ segir Dóri Braga – og er furðu léttur þrátt fyrir þessi vonbrigði. „Maður er þakklátur fyrir að fá eitthvað. Ég er jákvæður. Ég var svo glaður og undrandi að fá þetta að ég er ekkert að láta þetta slá mig út af laginu. Þrír mánuðir. Það er fínt. Það er æðislegt, heiður og viðurkenning á okkar störfum í blúsnum,“ segir Dóri sem sér nú fram á að vera fyllilega gildur limur í golfmóti listamanna. Mugison er ekki alveg eins léttur og segist sjúklega bitur í bragði í viðtali við bb.is. Hann sótti um 18 til 36 mánuða laun til að vinna að trílógíu, unna á mírstrúment-hljóðfærið saem er hans hugarfóstur. „Ég skil ekki fyrir hvað ég er að fá þetta. Fyrir fyrsta lagið á fyrstu plötunni? Og hvernig skila ég inn framvinduskýrslu fyrir þriggja ára verk þegar ég fæ einungis laun í þrjá mánuði? Það hefði kannski bara verið betra að fá höfnun og kannski afsala ég mér þessum launum. Allavega sé ég mér ekki fært að fara í trílógíuna núna,“ segir Mugison sársvekktur.
Menning Mest lesið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira