John Paul Jones úr Led Zeppelin stofnar nýja sveit 15. janúar 2014 13:00 Hér er John Paul Jones ásamt félögum sínum úr Led Zeppelin, Robert Plant og Jimmy Page. Nordicphotos/Getty John Paul Jones sem er best þekktur sem bassaleikari Led Zeppelin hefur stofnað nýja hljómsveit sem hann kýs að kalla Minibus Pimps. Hana stofnaði hann ásamt norska tónlistarmanninum Helge Sten, sem er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Deathprod. Nafn sveitarinnar er dregið úr lagi sveitarinnar Beijing Sound Unit en þeir félagar fundu það á plötunni The Sonic Avant Garde, sem inniheldur kínverska tilraunatónlist. Þeir stefna á að gefa út sína fyrstu plötu, Close to Ground þann 3. mars næstkomandi. Um er að ræða þunga raftónlist sem ætti að koma mörgum hlustandanum á óvart. Jones var síðast í miklu sviðsljósi þegar hann lék með ofurhljómsveitinni Them Crooked Vultures sem skipuð var ásamt Jones, þeim Dave Grohl úr Foo Fighters og Nirvana, og Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
John Paul Jones sem er best þekktur sem bassaleikari Led Zeppelin hefur stofnað nýja hljómsveit sem hann kýs að kalla Minibus Pimps. Hana stofnaði hann ásamt norska tónlistarmanninum Helge Sten, sem er líklega betur þekktur undir listamannsnafninu Deathprod. Nafn sveitarinnar er dregið úr lagi sveitarinnar Beijing Sound Unit en þeir félagar fundu það á plötunni The Sonic Avant Garde, sem inniheldur kínverska tilraunatónlist. Þeir stefna á að gefa út sína fyrstu plötu, Close to Ground þann 3. mars næstkomandi. Um er að ræða þunga raftónlist sem ætti að koma mörgum hlustandanum á óvart. Jones var síðast í miklu sviðsljósi þegar hann lék með ofurhljómsveitinni Them Crooked Vultures sem skipuð var ásamt Jones, þeim Dave Grohl úr Foo Fighters og Nirvana, og Josh Homme úr Queens of the Stone Age.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira