Vildi ekki láta efnið mygla í tölvunni 16. janúar 2014 23:00 Arnljótur Sigurðsson fagnar útgáfunni á föstudagskvöldið. Mynd/Einkasafn „Ég hef lagt stund á sólóverkefnið mitt síðan árið 2008 en það hefur þó mismikið farið fyrir því," segir tónlistarmaðurinn Arnljótur Sigurðsson. Hann heldur útgáfutónleika í kvöld á nýjum tónleikastað sem kallast Mengi. „Ég ákvað að henda út plötu í stað þess að láta efnið mitt mygla í tölvunni," segir Arnljótur. Hann leikur raftónlist sem er abstrakt, kosmísk myndræn í senn. Nýja platan ber titilinn Línur og kemur í verslanir á næstu dögum. „Ég er hæstánægður með plötuna." Hann mun leika plötuna í gegn á tónleikunum ásamt öðru efni. Arnljótur hefur leikið með fjölda hljómsveita en á meðal þeirra eru Ojba Rasta og Sin Fang, ásamt því að hlaupa í skarðið fyrir vini sína í ýmsum verkefnum. Tónleikarnir fara fram á tónleikastaðnum Mengi sem stendur við Óðinsgötu 2. Þeir hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég hef lagt stund á sólóverkefnið mitt síðan árið 2008 en það hefur þó mismikið farið fyrir því," segir tónlistarmaðurinn Arnljótur Sigurðsson. Hann heldur útgáfutónleika í kvöld á nýjum tónleikastað sem kallast Mengi. „Ég ákvað að henda út plötu í stað þess að láta efnið mitt mygla í tölvunni," segir Arnljótur. Hann leikur raftónlist sem er abstrakt, kosmísk myndræn í senn. Nýja platan ber titilinn Línur og kemur í verslanir á næstu dögum. „Ég er hæstánægður með plötuna." Hann mun leika plötuna í gegn á tónleikunum ásamt öðru efni. Arnljótur hefur leikið með fjölda hljómsveita en á meðal þeirra eru Ojba Rasta og Sin Fang, ásamt því að hlaupa í skarðið fyrir vini sína í ýmsum verkefnum. Tónleikarnir fara fram á tónleikastaðnum Mengi sem stendur við Óðinsgötu 2. Þeir hefjast klukkan 21.00 og kostar 2.000 krónur inn.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira