„Pöpullinn hafði það ekki jafn gott og við“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2014 18:57 AmabAdamA Hljómsveitin AmabAdamA heldur tónleika á Gauknum á morgun, en auk þeirra koma fram Cell 7, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pjé og Ribbaldarnir. Hljómsveitin AmabAdamA er meðal annars skipuð þeim Kolfinnu Nikulásdóttur og Steinunni Jónsdóttur. „AmabAdamA varð til frostaveturinn mikla, 2011, þegar að nokkrir vinir og elskendur ákváðu að spila reggí tónlist til þess að halda á sér hita,“ segir Steinunn, létt í bragði, en kærasti hennar, best þekktur sem Gnúsi Yones, er einnig meðlimur hljómsveitarinnar. „Síðan þá hefur okkur aldrei orðið kalt. Nú rétt eftir áramót litum við í kringum okkur og tókum eftir því að pöpullinn hafði það ekki eins gott og við. Margir vinir okkar þjást af krónískum hroll og skammdegisvolæði og eru þakin kuldaexemi. Hjörtu þeirra eru sem frosin,“ segir Kolfinna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að taka málin í sínar hendur. „Við hóuðum í allt heitasta tónlistarfólk landsins til að halda heljarinnar veislu á Gauknum. Allir sem eru komnir með leið á þessum kulda ættu ekki að missa af þessu, stemmningin verður sjóðandi,“ segir Steinunn að lokum.Hér að neðan má sjá sveitina flytja þekktan smell í nýjum búningi. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin AmabAdamA heldur tónleika á Gauknum á morgun, en auk þeirra koma fram Cell 7, Les Ballet Barakan, Rvk Soundsystem, Kött Grá Pjé og Ribbaldarnir. Hljómsveitin AmabAdamA er meðal annars skipuð þeim Kolfinnu Nikulásdóttur og Steinunni Jónsdóttur. „AmabAdamA varð til frostaveturinn mikla, 2011, þegar að nokkrir vinir og elskendur ákváðu að spila reggí tónlist til þess að halda á sér hita,“ segir Steinunn, létt í bragði, en kærasti hennar, best þekktur sem Gnúsi Yones, er einnig meðlimur hljómsveitarinnar. „Síðan þá hefur okkur aldrei orðið kalt. Nú rétt eftir áramót litum við í kringum okkur og tókum eftir því að pöpullinn hafði það ekki eins gott og við. Margir vinir okkar þjást af krónískum hroll og skammdegisvolæði og eru þakin kuldaexemi. Hjörtu þeirra eru sem frosin,“ segir Kolfinna. Meðlimir sveitarinnar ákváðu að taka málin í sínar hendur. „Við hóuðum í allt heitasta tónlistarfólk landsins til að halda heljarinnar veislu á Gauknum. Allir sem eru komnir með leið á þessum kulda ættu ekki að missa af þessu, stemmningin verður sjóðandi,“ segir Steinunn að lokum.Hér að neðan má sjá sveitina flytja þekktan smell í nýjum búningi.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira