Enn ekki uppselt hjá Packers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2014 12:45 Stuðningsmenn Green Bay Packers. Nordic Photos / Getty Þrátt fyrir að uppselt hafi verið á síðustu 300 leiki Green Bay Packers var ekki enn búið að selja alla miðana á mikilvægasta leik tímabilsins til þessa. Green Bay mætir San Francisco 49ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina í NFL-deildinni. Green Bay hefur spilað 319 heimaleiki í röð fyrir troðfullum velli á Lambeau Field en í gær voru enn 7500 miðar óseldir. Ef til vill hafa heimamenn litla trú á sínum mönnum sem rétt svo skreið inn í úrslitakeppnina þetta árið en leikstjórnandinn Aaron Rodgers var lengi frá vegna meiðsla. Hann sneri þó aftur um síðustu helgi og tryggði sínum mönnum nauman sigur á Chicago Bears á lokamínútum leiksins. Samkvæmt reglum NFL-deildarinnar verður að vera uppselt á leiki minnst 72 klukkustundum fyrirfram til þess að það megi sýna þá í sjónvarpi í viðkomandi borg. Það gæti því farið svo að leikurinn verði ekki sýndur í Green Bay. Tvö önnur lið eru í sömu stöðu fyrir sína leiki um helgina en þá fara alls fjórir leikir fram í úrslitakeppninni. Indianapolis Colts, sem fékk lengri frest til að selja sína miða, og Cincinnati Bengals hafa ekki selt alla sína miða en það kemur í ljós síðar í dag hvort að það takist áður en fresturinn rennur út.Leikir helgarinnar:Laugardagur 4. janúar: 21.35: Indianapolis Colts - Kansas City Chiefs 00.10: Philadelphia Eagles - New Orleans SaintsSunnudagur 5. janúar: 18.05: Cincinnati Bengals - San Diego Chargers 21.40: Green Bay Pakcers - San Francisco 49ers NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira
Þrátt fyrir að uppselt hafi verið á síðustu 300 leiki Green Bay Packers var ekki enn búið að selja alla miðana á mikilvægasta leik tímabilsins til þessa. Green Bay mætir San Francisco 49ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina í NFL-deildinni. Green Bay hefur spilað 319 heimaleiki í röð fyrir troðfullum velli á Lambeau Field en í gær voru enn 7500 miðar óseldir. Ef til vill hafa heimamenn litla trú á sínum mönnum sem rétt svo skreið inn í úrslitakeppnina þetta árið en leikstjórnandinn Aaron Rodgers var lengi frá vegna meiðsla. Hann sneri þó aftur um síðustu helgi og tryggði sínum mönnum nauman sigur á Chicago Bears á lokamínútum leiksins. Samkvæmt reglum NFL-deildarinnar verður að vera uppselt á leiki minnst 72 klukkustundum fyrirfram til þess að það megi sýna þá í sjónvarpi í viðkomandi borg. Það gæti því farið svo að leikurinn verði ekki sýndur í Green Bay. Tvö önnur lið eru í sömu stöðu fyrir sína leiki um helgina en þá fara alls fjórir leikir fram í úrslitakeppninni. Indianapolis Colts, sem fékk lengri frest til að selja sína miða, og Cincinnati Bengals hafa ekki selt alla sína miða en það kemur í ljós síðar í dag hvort að það takist áður en fresturinn rennur út.Leikir helgarinnar:Laugardagur 4. janúar: 21.35: Indianapolis Colts - Kansas City Chiefs 00.10: Philadelphia Eagles - New Orleans SaintsSunnudagur 5. janúar: 18.05: Cincinnati Bengals - San Diego Chargers 21.40: Green Bay Pakcers - San Francisco 49ers
NFL Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Sjá meira