Arnold hefur drepið flesta Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2014 23:09 Tölvunarfræðingurinn Randal Olson hefur sett saman lista yfir þá 25 leikara sem drepið hafa flesta í bíómyndum. Arnold Schwarzenegger situr á toppi listans með 369 dráp og Uma Thurman er sú leikkona sem drepið hefur flesta í mynd, eða 77. Sagt er frá þessu á vef Business Insider. Listinn er byggður á gögnum frá síðunni MovieBodyCounts og tók það Randal meira en fimm ár að setja hann saman. Þó getur verið að sumir leikarar eigi í raun fleiri dráp í kvikmyndum, því margir hafi leikið í b-myndum sem hafa ekki verið skráðar. „Ég er næstum viss um að John Wayne væri á listanum ef einhver kvikmyndaunnandi færi yfir myndirnar sem hann lék í fyrir 1960,“ segir Randal.Einnig gerði Randal lista yfir þær bíómyndir sem flestir eru drepnir í og ofbeldisfyllstu bíómyndirnar, eftir dauðsföllum á mínútu. Ekki eru allir á eitt sáttir með listann og telja margir að leikarar á honum hafi drepið mun fleiri í mynd. Samanber þetta myndaband sem sýnir öll kvikmyndadráp Arnold Schwarzenegger. Myndbandið er ekki við hæfi allra. Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Tölvunarfræðingurinn Randal Olson hefur sett saman lista yfir þá 25 leikara sem drepið hafa flesta í bíómyndum. Arnold Schwarzenegger situr á toppi listans með 369 dráp og Uma Thurman er sú leikkona sem drepið hefur flesta í mynd, eða 77. Sagt er frá þessu á vef Business Insider. Listinn er byggður á gögnum frá síðunni MovieBodyCounts og tók það Randal meira en fimm ár að setja hann saman. Þó getur verið að sumir leikarar eigi í raun fleiri dráp í kvikmyndum, því margir hafi leikið í b-myndum sem hafa ekki verið skráðar. „Ég er næstum viss um að John Wayne væri á listanum ef einhver kvikmyndaunnandi færi yfir myndirnar sem hann lék í fyrir 1960,“ segir Randal.Einnig gerði Randal lista yfir þær bíómyndir sem flestir eru drepnir í og ofbeldisfyllstu bíómyndirnar, eftir dauðsföllum á mínútu. Ekki eru allir á eitt sáttir með listann og telja margir að leikarar á honum hafi drepið mun fleiri í mynd. Samanber þetta myndaband sem sýnir öll kvikmyndadráp Arnold Schwarzenegger. Myndbandið er ekki við hæfi allra.
Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira