Allar hljómsveitirnar spila nýtt efni Ugla Egilsdóttir skrifar 7. janúar 2014 17:00 Úlfur Alexander Einarsson er í hljómsveitinni Oyama. Magnus Andersen tók myndina. Hljómsveitirnar Halleluwah, Hljómsveitt og Oyama efna til tónleika á miðvikudagskvöld á skemmtistaðnum Paloma. „Tilefni tónleikanna er að Rakel Mjöll Leifsdóttir í dúettinum Halleluwah er á Íslandi,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Oyama. „Rakel býr úti í Brighton og þau í hljómsveitinni reyna að nýta allan þann tíma sem Rakel eyðir á Íslandi sem best, þannig að við ákváðum að skella í þessa tónleika saman á meðan hún er hér,“ segir Úlfur. „Við í Oyama erum að fara til Hollands á tónlistarhátíðina Eurosonic og við ætlum að prófa nýtt efni á þessum tónleikum. Við spilum einungis nýtt efni af plötu sem við erum að semja núna sem er okkar fyrsta breiðskífa. Halleluwah eru að vinna að sinni fyrstu plötu líka. Ég held að allar hljómsveitirnar komi til með að spila nýtt frumsamið efni. Þetta er síðan haldið á nýjasta skemmtistað bæjarins, Paloma. Hann opnaði rétt fyrir jól, og hentar vel til tónleikahalds en hefur lítið verið auglýstur.“ Tónleikarnir verða á Paloma miðvikudaginn 8. janúar klukkan 21:00. Paloma er við Naustina 1-3, fyrir ofan skemmtistaðinn The Dubliners. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitirnar Halleluwah, Hljómsveitt og Oyama efna til tónleika á miðvikudagskvöld á skemmtistaðnum Paloma. „Tilefni tónleikanna er að Rakel Mjöll Leifsdóttir í dúettinum Halleluwah er á Íslandi,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Oyama. „Rakel býr úti í Brighton og þau í hljómsveitinni reyna að nýta allan þann tíma sem Rakel eyðir á Íslandi sem best, þannig að við ákváðum að skella í þessa tónleika saman á meðan hún er hér,“ segir Úlfur. „Við í Oyama erum að fara til Hollands á tónlistarhátíðina Eurosonic og við ætlum að prófa nýtt efni á þessum tónleikum. Við spilum einungis nýtt efni af plötu sem við erum að semja núna sem er okkar fyrsta breiðskífa. Halleluwah eru að vinna að sinni fyrstu plötu líka. Ég held að allar hljómsveitirnar komi til með að spila nýtt frumsamið efni. Þetta er síðan haldið á nýjasta skemmtistað bæjarins, Paloma. Hann opnaði rétt fyrir jól, og hentar vel til tónleikahalds en hefur lítið verið auglýstur.“ Tónleikarnir verða á Paloma miðvikudaginn 8. janúar klukkan 21:00. Paloma er við Naustina 1-3, fyrir ofan skemmtistaðinn The Dubliners.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira