Skammarlegt að tapa tvisvar 9. janúar 2014 23:30 Idris Elba AFP/NordicPhotos Idris Elba hefur nóg á sinni könnu um þessar mundir. Eftir allt saman, getur það verið stressandi að vera tilnefndur til tveggja Golden Globe-verðlauna. Leikarinn, sem er frá Bretlandi, settist niður með spjallþáttastjórnandanum Chelsea Handler í þættinum Chelsea Lately til þess að ræða tilnefningarnar tvær, annars vegar fyrir hlutverk sitt í Mandela: Long Walk To Freedom og hinsvegar fyrir hlutverk sitt í Luther. Hann vann til sinna fyrstu Golden Globe verðlauna árið 2012, fyrir hlutverk sitt í Luther. Chelsea spurði leikarann hvort hann væri stressaður yfir skömminni sem myndi fylgja því að tapa báðum verðlaunum. Elba svaraði: „Vandamálið er að það eru tvö borð sem ég ætti í raun að sitja við; annars vegar Mandela-borðið og hinsvegar Luther-borðið. Og í ljósi þess að ég hef þegar unnið fyrir Luther, þá ætlaði ég að sitja á Mandela-borðinu. En ef ég vinn það ekki, þá hleyp ég bara aftur að Luther-borðinu og segi: 'Hey, þið afsakið þetta.“ Elba viðurkenndi einnig að hann ætti sennilega að fara að huga að ræðusmíðum ef hann skyldi vinna til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Mandela. „Ég verð að fara að huga að ræðunni. Þegar maður leikur einhvern eins og Nelson Mandela, þá verður maður eiginlega að segja eitthvað mikilvægt ef maður vinnur.“ Golden Globes Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Idris Elba hefur nóg á sinni könnu um þessar mundir. Eftir allt saman, getur það verið stressandi að vera tilnefndur til tveggja Golden Globe-verðlauna. Leikarinn, sem er frá Bretlandi, settist niður með spjallþáttastjórnandanum Chelsea Handler í þættinum Chelsea Lately til þess að ræða tilnefningarnar tvær, annars vegar fyrir hlutverk sitt í Mandela: Long Walk To Freedom og hinsvegar fyrir hlutverk sitt í Luther. Hann vann til sinna fyrstu Golden Globe verðlauna árið 2012, fyrir hlutverk sitt í Luther. Chelsea spurði leikarann hvort hann væri stressaður yfir skömminni sem myndi fylgja því að tapa báðum verðlaunum. Elba svaraði: „Vandamálið er að það eru tvö borð sem ég ætti í raun að sitja við; annars vegar Mandela-borðið og hinsvegar Luther-borðið. Og í ljósi þess að ég hef þegar unnið fyrir Luther, þá ætlaði ég að sitja á Mandela-borðinu. En ef ég vinn það ekki, þá hleyp ég bara aftur að Luther-borðinu og segi: 'Hey, þið afsakið þetta.“ Elba viðurkenndi einnig að hann ætti sennilega að fara að huga að ræðusmíðum ef hann skyldi vinna til verðlauna fyrir hlutverk sitt sem Mandela. „Ég verð að fara að huga að ræðunni. Þegar maður leikur einhvern eins og Nelson Mandela, þá verður maður eiginlega að segja eitthvað mikilvægt ef maður vinnur.“
Golden Globes Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira