"Sýningin er takmarkað augnablik“ 28. desember 2013 07:00 Sæmundur Þór helgason heldur sína fyrstu einkasýningu á Íslandi. MYND/Úr einkasafni Sæmundur Þór Helgason opnar sýninguna Inform í dag í gallerí Kunstschlager klukkan átta, en hún stendur til áttunda janúar næstkomandi. „Ég útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og er nú í mastersnámi í myndlist hjá Goldsmiths University í London en ég lýk því námi 2015, ef allt gengur upp,“ segir Sæmundur Þór, en sýningin er hans fyrsta einkasýning á Íslandi. „Sýningin samanstendur af tveimur vídeóinnsetningum sem eru búnar til á staðnum – og einni þrívíddarteikningu af sýningarplássinu sjálfu,“ útskýrir Sæmundur. Verk Sæmundar eru iðulega framkvæmd á staðnum þar sem þau eru sýnd.Stilla úr verki Sæmundar„Mín verk eru til fyrirfram sem aðferðafræði fyrir sýningar. Sýningin er í raun og veru mjög takmarkað augnablik, tímarammi í miklu lengra ferli, eins og hugmyndavinnu, rannsóknum og undirbúningi, sem er alltaf vinna sem á sér stað utan gallerísins,“ bætir Sæmundur við. Nafnið á sýningunni, Inform, kemur út frá virkni verkanna. „Verkin upplýsa hvert annað, ef maður persónugerir þau,“ segir Sæmundur. „Þau upplýsa áhorfandann um bæði tilurð hvers verks og einhvern veginn bendir það líka til nágrannaverks síns, hvernig verkin vinna saman,“ útskýrir Sæmundur og segir sýninguna vera nokkurs konar frásögn. „Maður fer inn í tímaröð. Á milli verkanna er ákveðin tímaröð sem er ekkert endilega skýr,“ segir Sæmundur að lokum um sýninguna. Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sæmundur Þór Helgason opnar sýninguna Inform í dag í gallerí Kunstschlager klukkan átta, en hún stendur til áttunda janúar næstkomandi. „Ég útskrifaðist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2012 og er nú í mastersnámi í myndlist hjá Goldsmiths University í London en ég lýk því námi 2015, ef allt gengur upp,“ segir Sæmundur Þór, en sýningin er hans fyrsta einkasýning á Íslandi. „Sýningin samanstendur af tveimur vídeóinnsetningum sem eru búnar til á staðnum – og einni þrívíddarteikningu af sýningarplássinu sjálfu,“ útskýrir Sæmundur. Verk Sæmundar eru iðulega framkvæmd á staðnum þar sem þau eru sýnd.Stilla úr verki Sæmundar„Mín verk eru til fyrirfram sem aðferðafræði fyrir sýningar. Sýningin er í raun og veru mjög takmarkað augnablik, tímarammi í miklu lengra ferli, eins og hugmyndavinnu, rannsóknum og undirbúningi, sem er alltaf vinna sem á sér stað utan gallerísins,“ bætir Sæmundur við. Nafnið á sýningunni, Inform, kemur út frá virkni verkanna. „Verkin upplýsa hvert annað, ef maður persónugerir þau,“ segir Sæmundur. „Þau upplýsa áhorfandann um bæði tilurð hvers verks og einhvern veginn bendir það líka til nágrannaverks síns, hvernig verkin vinna saman,“ útskýrir Sæmundur og segir sýninguna vera nokkurs konar frásögn. „Maður fer inn í tímaröð. Á milli verkanna er ákveðin tímaröð sem er ekkert endilega skýr,“ segir Sæmundur að lokum um sýninguna.
Menning Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira