Gleðileg jól, Afríka Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. desember 2013 00:00 Það er gott að búa á Íslandi. Þrátt fyrir efnahagslegt hrun árið 2008 vermum við 13. sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Umræddur listi mælir lífskjör í landi út frá lífslíkum, menntun, tekjum og ójöfnuði. Með öðrum orðum þá búum við í forréttindalandi og þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af raunverulegum vandamálum eins og t.d. menguðu vatni, barnadauða eða banvænum farsóttum. Það gerist annars staðar í heiminum. Til dæmis í Malaví sem vermir 170. sætið á lífskjaralistanum. Þar er 3. algengasta dánarorsökin kólera og tengdir sjúkdómar sökum mikillar vatnsmengunar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund einstaklinga látist af þeim sökum árlega, aðallega ung börn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gert gangskör á ákveðnum svæðum í Malaví til að tryggja íbúum landsins hreint vatn. Eftir að verkefnið hófst hefur ekki eitt einasta tilvik af kóleru fundist þar. Nú er unnið að því að stækka svæðin og áætlað er að um 12 þúsund manns hafi notið góðs af þessum framkvæmdum, hafi nú betra aðgengi að vatni en áður og séu ekki lengur í hættu. Malaví nýtur einnig þess vafasama heiðurs að vera í 10. sæti í heiminum yfir barnadauða, þar deyja um 46 þúsund börn árlega. Að sama skapi deyja um 3000 mæður árlega við fæðingu. Á síðasta ári afhenti Þróunarsamvinnustofnunin malavískum stjórnvöldum fullbúið sjúkrahús sem hafði í för með sér byltingu fyrir heilbrigðisþjónustu á stóru svæði og þjónar 125 þúsund manns. Á sjúkrahúsinu er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild og tilkoma þess hefur minnkað bæði fæðinga- og mæðradauða verulega á svæðinu. Engu að síður hafa margir gagnrýnt þessa þróunaraðstoð okkar í gegnum tíðina þrátt fyrir að það sé óumdeilt að hún bjargi þúsundum mannslífa. Því er aðallega haldið fram að fé til þróunaraðstoðar skili sér ekki allt saman til þeirra sem þurfa á því að halda. Gott og vel. Svarið við slíkri gagnrýni hlýtur alltaf að vera að reyna að gera betur – ekki að hætta stuðningnum. Ekki að leyfa fólki að deyja. Sem er einmitt það sem núverandi ríkisstjórn var að enda við að gera. Auðvitað þurfti að draga saman seglin. En í stað þess að takmarka örlítið þau ótrúlegu lífsgæði og öryggi sem Íslendingar búa við á nánast öllum sviðum þessa ríka velmektarþjóðfélags þá ákvað hún að skrúfa fyrir þróunaraðstoðina. Það er jólagjöfin okkar til Afríku. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun
Það er gott að búa á Íslandi. Þrátt fyrir efnahagslegt hrun árið 2008 vermum við 13. sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna. Umræddur listi mælir lífskjör í landi út frá lífslíkum, menntun, tekjum og ójöfnuði. Með öðrum orðum þá búum við í forréttindalandi og þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af raunverulegum vandamálum eins og t.d. menguðu vatni, barnadauða eða banvænum farsóttum. Það gerist annars staðar í heiminum. Til dæmis í Malaví sem vermir 170. sætið á lífskjaralistanum. Þar er 3. algengasta dánarorsökin kólera og tengdir sjúkdómar sökum mikillar vatnsmengunar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund einstaklinga látist af þeim sökum árlega, aðallega ung börn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gert gangskör á ákveðnum svæðum í Malaví til að tryggja íbúum landsins hreint vatn. Eftir að verkefnið hófst hefur ekki eitt einasta tilvik af kóleru fundist þar. Nú er unnið að því að stækka svæðin og áætlað er að um 12 þúsund manns hafi notið góðs af þessum framkvæmdum, hafi nú betra aðgengi að vatni en áður og séu ekki lengur í hættu. Malaví nýtur einnig þess vafasama heiðurs að vera í 10. sæti í heiminum yfir barnadauða, þar deyja um 46 þúsund börn árlega. Að sama skapi deyja um 3000 mæður árlega við fæðingu. Á síðasta ári afhenti Þróunarsamvinnustofnunin malavískum stjórnvöldum fullbúið sjúkrahús sem hafði í för með sér byltingu fyrir heilbrigðisþjónustu á stóru svæði og þjónar 125 þúsund manns. Á sjúkrahúsinu er göngudeild, skurðdeild og fæðingardeild og tilkoma þess hefur minnkað bæði fæðinga- og mæðradauða verulega á svæðinu. Engu að síður hafa margir gagnrýnt þessa þróunaraðstoð okkar í gegnum tíðina þrátt fyrir að það sé óumdeilt að hún bjargi þúsundum mannslífa. Því er aðallega haldið fram að fé til þróunaraðstoðar skili sér ekki allt saman til þeirra sem þurfa á því að halda. Gott og vel. Svarið við slíkri gagnrýni hlýtur alltaf að vera að reyna að gera betur – ekki að hætta stuðningnum. Ekki að leyfa fólki að deyja. Sem er einmitt það sem núverandi ríkisstjórn var að enda við að gera. Auðvitað þurfti að draga saman seglin. En í stað þess að takmarka örlítið þau ótrúlegu lífsgæði og öryggi sem Íslendingar búa við á nánast öllum sviðum þessa ríka velmektarþjóðfélags þá ákvað hún að skrúfa fyrir þróunaraðstoðina. Það er jólagjöfin okkar til Afríku. Gleðileg jól.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun