Verða að vera bækur undir jólatrénu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. desember 2013 12:00 Guðrún Vilmundardóttir segist vera mun afslappaðri í ár en oft áður á þessum tíma, enda hafi útgáfuárið verið gott. Fréttablaðið/Valli „Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“ Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er skrítinn tími því nú slokknar á öllu fyrir okkur,“ segir Guðrún Vilmundardóttir, útgáfustjóri Bjarts, spurð hvernig bókaútgefendum líði þegar allar bækur eru komnar út og ekkert hægt að gera nema bíða eftir viðtökunum. „Í byrjun þessarar viku var enn hægt að vera andvaka og liggja yfir kúrvunum og tölunum til að sjá hvort þyrfti að endurprenta, en núna er mjög fátt sem við getum gert nema bíða. Við erum með fullt af góðu fólki úti í búðunum sem fylgist með hreyfingunni þar og lagerinn verður að tæmast í dag og á morgun.“ Guðrún segir mikilvægt að fylgjast með því að réttar bækur séu í réttum búðum, því það sé misjafnt hvar einstakar bækur seljist mest. „Nú eru tveir metsölulistar í gangi, því Eymundsson, og nokkrir bóksalar til, eru því miður ekki með í bóksölulista Félags bókaútgefenda. Með því að skoða muninn á þessum tveimur listum fæst smjörþefur af því að það selst ekki allt jafnt á ólíkum stöðum.“ Salan hefur farið vel af stað, að sögn Guðrúnar, og hún er feiki-ánægð með sína höfunda. Þriðja prentun af skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Fiskarnir hafa enga fætur, var sett í gang á mánudaginn og Guðrún segir henni verða dreift í búðirnar í dag. „Skáldsögurnar okkar tvær, Fiskarnir hans Jóns Kalman og 1983 Eiríks Guðmundssonar, eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hafa verið endurprentaðar. Þeir eru báðir að seljast reglulega vel. Hlustað eftir Jón Óttar Ólafsson er að taka góðan kipp og í heild liggur þetta ár hjá Bjarti, og samsteypunni Bjarti & Veröld, á milli þess að vera mjög gott eða frábært, þar liggur eini efinn. Því er ég auðvitað mun rólegri og afslappaðri núna en oft áður á þessum tíma.“ Þú vilt væntanlega helst fá eitthvað annað en bækur í jólagjöf? „Nei, svo sannarlega ekki. Mig langar alltaf í bækur í jólagjöf! Það er auðvitað auðveldara að koma mér á óvart með erlendum bókum í jólapakkanum, en það verða að vera bækur undir jólatrénu, annað eru ekki jól.“
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira