Þjálfarinn hefur mikla trú á mér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2013 07:00 Án marks. Emil hefur spilað 13 leiki í deildinni á tímabilinu en á enn eftir að skora. Mynd/EPA Emil Hallfreðsson hefur verið í stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona sem hafa farið mikinn það sem af er tímabili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorentina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni. „Það er mikill munur á deildunum þannig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“ segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíðinni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu undantekningarlítið og aðeins misst úr einn leik. Þá var hann veikur. „Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart. Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég hef verið með sama þjálfara sem hefur alltaf jafn mikla trú á mér. Það gefur manni innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu. Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fiorentina á mánudagskvöldið en liðið sækir Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir Bjarnason, félagi Emils úr íslenska landsliðinu, leikur með Sampdoria. „Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reiknar með því að fylgjast með gangi mála af varamannabekknum eða stúkunni í kvöld. Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsatriði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari liðsins að lykilmenn verði ferskir. Emil og Birki er vel til vina. Sá síðarnefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið hjálpað. „Ég vona svo innilega að hann fái að spila og að honum gangi sem best,“ segir Emil um herbergisfélaga sinn úr landsliðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert það er liðin mættust í deildinni í lok október. „Ég tók meira að segja tvær treyjur. Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi gert hið sama. Hann muni klárlega nýta tækifærið og spjalla við Birki í kvöld. Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna óskað sérstaklega eftir slíkri. Ítalski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Emil Hallfreðsson hefur verið í stóru hlutverki með nýliðum Hellas Verona sem hafa farið mikinn það sem af er tímabili í efstu deild á Ítalíu. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar eftir fjórtán umferðir. Aðeins Juventus, Roma, Napoli, Inter og Fiorentina hafa staðið sig betur. AC Milan og Lazio eru á meðal liða sem sitja neðar á töflunni. „Það er mikill munur á deildunum þannig að þetta hefur verið miklu erfiðara,“ segir Emil um gengi nýliðanna á leiktíðinni. Emil hefur verið í byrjunarliðinu undantekningarlítið og aðeins misst úr einn leik. Þá var hann veikur. „Spilatíminn kemur mér ekkert á óvart. Þetta er mitt fjórða tímabil hjá liðinu og ég hef verið með sama þjálfara sem hefur alltaf jafn mikla trú á mér. Það gefur manni innblástur og sjálfstraust,“ segir Emil sem spilar á miðjunni hjá gulklædda liðinu. Emil og félagar töpuðu 4-3 fyrir Fiorentina á mánudagskvöldið en liðið sækir Sampdoria heim í bikarnum í kvöld. Birkir Bjarnason, félagi Emils úr íslenska landsliðinu, leikur með Sampdoria. „Þeir sem spiluðu gegn Fiorentina munu nánast allir hvíla,“ segir Emil sem reiknar með því að fylgjast með gangi mála af varamannabekknum eða stúkunni í kvöld. Liðið á leik í deildinni á sunnudag og segir Emil ljóst að deildin sé algjört forgangsatriði hjá nýliðunum. Liðið á heimaleik gegn Atalanta á sunnudag og þá vilji þjálfari liðsins að lykilmenn verði ferskir. Emil og Birki er vel til vina. Sá síðarnefndi, sem gekk í raðir Sampdoria í haust, hefur fengið fá tækifæri hjá þeim bláklæddu undanfarnar vikur. Innkoma nýs þjálfara, Sinisa Mihajlovic, hefur lítið hjálpað. „Ég vona svo innilega að hann fái að spila og að honum gangi sem best,“ segir Emil um herbergisfélaga sinn úr landsliðinu. Þótt þeir fái ekki tækifæri til að skiptast á treyjum í kvöld þá hafi þeir gert það er liðin mættust í deildinni í lok október. „Ég tók meira að segja tvær treyjur. Eina í hálfleik og aðra eftir leik,“ segir Emil léttur og hann minnir að Birkir hafi gert hið sama. Hann muni klárlega nýta tækifærið og spjalla við Birki í kvöld. Ekki sé útilokað að hann fái hjá honum eina treyju enda hafi vinur Emils í Veróna óskað sérstaklega eftir slíkri.
Ítalski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira